Virkjanir, fyrir hverja?

  • Það er auðvitað grundvallar spurning sem ráðherrar og alþingismenn verða að svara.
    *
  • Fyrir hverja á að virkja? Það vantar að vísu raforku fyrir fiskvinnslu og stór skip í íslenskum höfnum.
    *
  • Annað væri ekki fyrir íslendinga.
    *
  • Það er engin þörf á frekari stórvirkjunum í næstu framtíð fyrir þjóðina.
    *
  • Mikill meirihluti þjóðarinnar vill ekki meira af erlendum stóriðjufyrirtækjum inn í landið.
    *
  • Þess vegna er alveg óhætt að hægja verulega á Landsvirkjun

Vert er að minna á það,að Samorka eru hagsmunasamtök um að viðhalda sjálfum sér og heldur uppi virkri pólitískri umræðu um virkjunarmál.

Sem er að vissu marki mjög óeðlilegt, því hagsmunir neytenda og þessara samtaka fara ekki saman.

Svona kynna þessi samtök sig og það er mikilvægt að hafa í huga, að það er almenningur sem kostar rekstur þessa félags með hærri gjöldum fyrir afurðir orkufyrirtækjanna. 


  

Samorka

Samorka eru samtök orku- og veitufyrirtækja á Íslandi. Samtökin voru stofnuð árið 1995 við samruna Sambands íslenskra hitaveitna (stofnuð 1980) og Sambands íslenskra rafveitna (stofnuð 1942). Innan samtakanna starfa fráveitur, hitaveitur, vatnsveitur, raforkuframleiðendur, raforkusalar og flutnings- og dreifingarfyrirtæki raforku. Ýmis fyrirtæki og stofnanir sem tengjast orku- eða veitufyrirtækjum með einhverjum hætti eru aukaaðilar að Samorku.

Til­gangur sam­bandsins, skv. lögum þess, er:

  • Að stuðla að fram­gangi sam­eigin­legra áhuga- og hags­muna­mála fé­laga þess.
  • Að gæta hags­muna fé­laga og koma fram fyrir hönd þeirra í málum, sem æski­legt er að þeir standi að sem einn aðili.
  • Að safna gögnum og upp­lýsingum, sem varða starfs­svið SAM­ORKU og ein­stakra fé­laga þess.
  • Að efna til og taka þátt í mótum og ráð­stefnum, þar sem fjallað er um sam­eigin­leg mál fé­laga eða mál er varða ein­s­tök fag­s­við sam­bandsins.
  • Að halda uppi tengslum og sam­skiptum við hlið­stæð sam­tök og stofnanir, inn­lendar og erlendar, og veita stjórn­völdum og öðrum aðilum upp­lýsingar og um­sagnir.
  • Að stuðla að rannsóknum og miðla upp­lýsingum og fræðslu til fé­laga sinna og stjórn­valda.
  • Að bæta hag og öryggi notenda er tengjast veitu- og orku­ker­fum fé­laga, m.a. með því að veita þeim hag­nýtar upp­lýsingar um notkun á raf­magni, heitu og köldu vatni.
  • Að stuðla að traustum og hag­kvæmum rekstri þeirrar starf­semi sem fé­lagar stunda.
  • Að standa fyrir og kynna sameiginlega sjónarmið við virkjun og nýtingu endurnýjanlegra orkulinda landsmanna.

Samorka hefur unnið fjölmörg sameiginleg verkefni s.s. Handbækur hita- og vatnsveitna, Tæknilega tengiskilmála raforkudreifingar; Reikningsskilahandbók; leiðbeiningar um innra eftirlit fyrir raf- og vatnsveitur o.fl. 

Samorka annast sameiginlegt fundahald, ráðstefnur og samkomur.

Endurmenntun og menntun starfsmanna aðildarfélaga er mikilvægur þáttur starfseminnar. Fagnámskeið í sérhæfðum störfum veitufólks eru haldin reglulega, ýmist beint á vegum samtakanna eða í samvinnu við aðra.

 

 

 
Í skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands, sem unnin var fyrir verkefnisstjórn 3. áfanga verndar- og orkunýtingaráætlunar, á landsvísu kemur fram að 60 prósent landsmanna eru andvíg því að virkja til að auka stóriðju á Íslandi en 15…
KJARNINN.IS
 

mbl.is Ekki spurt um hagkvæmni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband