1.4.2016 | 08:53
Virkjanir, fyrir hverja?
- Það er auðvitað grundvallar spurning sem ráðherrar og alþingismenn verða að svara.
* - Fyrir hverja á að virkja? Það vantar að vísu raforku fyrir fiskvinnslu og stór skip í íslenskum höfnum.
* - Annað væri ekki fyrir íslendinga.
* - Það er engin þörf á frekari stórvirkjunum í næstu framtíð fyrir þjóðina.
* - Mikill meirihluti þjóðarinnar vill ekki meira af erlendum stóriðjufyrirtækjum inn í landið.
* - Þess vegna er alveg óhætt að hægja verulega á Landsvirkjun
Vert er að minna á það,að Samorka eru hagsmunasamtök um að viðhalda sjálfum sér og heldur uppi virkri pólitískri umræðu um virkjunarmál.
Sem er að vissu marki mjög óeðlilegt, því hagsmunir neytenda og þessara samtaka fara ekki saman.
Svona kynna þessi samtök sig og það er mikilvægt að hafa í huga, að það er almenningur sem kostar rekstur þessa félags með hærri gjöldum fyrir afurðir orkufyrirtækjanna.
SamorkaSamorka eru samtök orku- og veitufyrirtækja á Íslandi. Samtökin voru stofnuð árið 1995 við samruna Sambands íslenskra hitaveitna (stofnuð 1980) og Sambands íslenskra rafveitna (stofnuð 1942). Innan samtakanna starfa fráveitur, hitaveitur, vatnsveitur, raforkuframleiðendur, raforkusalar og flutnings- og dreifingarfyrirtæki raforku. Ýmis fyrirtæki og stofnanir sem tengjast orku- eða veitufyrirtækjum með einhverjum hætti eru aukaaðilar að Samorku. Tilgangur sambandsins, skv. lögum þess, er:
Samorka hefur unnið fjölmörg sameiginleg verkefni s.s. Handbækur hita- og vatnsveitna, Tæknilega tengiskilmála raforkudreifingar; Reikningsskilahandbók; leiðbeiningar um innra eftirlit fyrir raf- og vatnsveitur o.fl. Samorka annast sameiginlegt fundahald, ráðstefnur og samkomur. Endurmenntun og menntun starfsmanna aðildarfélaga er mikilvægur þáttur starfseminnar. Fagnámskeið í sérhæfðum störfum veitufólks eru haldin reglulega, ýmist beint á vegum samtakanna eða í samvinnu við aðra.
|
Ekki spurt um hagkvæmni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Breytt s.d. kl. 10:23 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.