Vindhöggin ógurlegu

  • Ég fékk mér kaffi á kaffistofu okkar gamlingjana Kringlunni í dag og fyrir einstaka tilviljun kíkti ég í Moggann. Hann bara lá þarna á borðinu í flottu dívanbroti. 
    *
  • Þar sem þröng var á þingi á kaffistofunni er þægilegt að lesa þetta blað þar sem það tekur lítið pláss.

Þá sá ég að blaðið nýtti sér nær heila opnu í að fjalla um Vilhjálm Þorsteinsson fjárfesti og  fyrrum gjaldkera Samfylkingarinnar sem þá hafði þegar axlað sína ábyrgð.  Mér fannst reyndar þá að þetta væri ansi seint í rassinn gripið.

Þetta er auðvitað dýrmætt pláss í þessu blaði sem er með sárafáar síður.  Mér fannst umfjöllunin auðvitað vera eitt hallærislegasta vindhögg  síðari tíma.

tvíburarnir

Þar sem gjaldkerinn hafði vit á því að segja af sér þegar upp um hann komst.  En hann var bara gjaldkeri úti í bæ í hálflömuðum stjórnmálaflokki að margir telja.

  • En auðvitað er Mogginn að skamma sína menn, ráðherrana í Sjálfstæðisflokknum sem virðast hafa misst alla stöðu gagnvart forsætisráðherranum.
    *
  • Nú er snöggtum erfiðara að gera þá kröfu að víxlað verði ráðherrum og Sjálfstæðisflokkurinn fái forsætisráðherra sætið
    *
  • Þannig að Sigmundur Davíð neyðist til að taka ráðherrasæti þar sem hann verður ekki vanhæfur.Það gæti verið utanríkisráðherra sætið.

Þetta er sama aðferðin og hjá sómakærum samlyndum hjónum í vesturbænum sem verða að fá sér hund. Til þess eins að hjónin geti skammast hvort í öðru í gegnum hundinn.

Mogginn notar fyrrverandi gjaldkera sem skyldi sinn vitjunartíma og sagði af sér í umvandanir sínar.

Mogginn ætlast auðvitað til þess, að forsætisráðherrann geri það einnig og Bjarni Benediktsson undir stjórn ritstjórans taki sætið. Skýrari geta skilboðin tæpast verið.


mbl.is Ómögulegt að sannreyna yfirlýsingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ég skil ekki hvernig hver er sekur eða ekki sekur í þessum bankaspillingarlaufum og skjólum. En ég skil að það þarf raunverulega að taka til í stjórnsýslu bankanna og lífeyrissjóðanna.

Og það er enn meiri þörf á að taka til í Hæstarétti Íslands.

Meðan siðleysi og pólitískt tækifærisréttarfar (óréttarfar) mafíunnar ríkir á Íslandi, þá verður spillingin bara verri með hverjum deginum sem líður. Breytir engu hvað fólk rífst og skammast í fjölmiðlaviðtölum og á samfélagsmiðlum, ef það er bara skrattans stjórnarfari Hæstaréttar til skemmtunar. Sundrung og óréttlæti er í boði vanhæfs Hæstaréttar Íslands, sem telur eðlilegt að dómarar Hæstaréttar semji lögin í landinu!

Fjölmiðlar hanna og framfylgja sundrung tækifærisréttarfarsins óverjandi á Íslandi. Árni Páll Árnason hefur lýst því hvernig Hæstiréttur tók stöðu gegn almenningi. Og hvað geta ráðherrar og þingmenn þá gert? Frekar lítið held ég.

Það er enginn fullkominn og ekki sanngjarnt að ætlast til þess af neinum, í svona stjórnsýsluspillingu til margra áratuga sem hefur verið og er enn á Íslandi.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 2.4.2016 kl. 14:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband