Gamlir úreltir ryðkláfar íhaldsins sjá ekki spillinguna sem nú vex

  • Björn sá hana heldur ekki fyrir hrunið
    *
  • Kaldastríðs agentinn áttar sig ekki á því, að málið snýst ekki um kosningar

    heldur það sem mikilvægast er, að segja þjóðinni frá spillingarliðunum á Alþingi.
    *
  • Að stjórnarandstöðu flokkarnir geti sagt þjóðinni frá því, að þeir tilheyra ekki þessu spillingarliði

Minnihlutinn á Alþingi gerir sér engar  grillur um að ríkisstjórnin segi af sér, það þyrfti þá kraftaverk að gerast svo slík réttlætissýn geti blossað upp í sinni flokksfélaga Björns Bjarnasonar.

  • En bakland þessara stjórnmálaflokka sem nú halda um stjórnvölinn krefjast þess að stjórnin dugi fram í rauðan dauðan, vegna hagsmuna sinna.

björn bjarnason

Þetta snýst fyrst og fremst um, að minnihlutaflokkarnir eru að láta það bókfærast í bækur Alþingis, að þeir tilheyri ekki þessu spillingarliði sem sumir ráðherrarnir virðast vera hluti af.

  • Þjóðin fær þá að vita það formlega.  

En einn gamall félagi Björns hefur áttað sig á alvarleika málsins, eins og Styrmir Gunnarsson gamli ritstjóri Morgunblaðsins í áratugi og húsbóndi Björns sem var fyrst og fremst áróðursmeistari flokksins á blaðinu í „Kalda stríðs áróðrinum“  sem varð skyndilega úreltur. Það var sérlega aumt hlutverk.

tvíburarnir 

Pistill Styrmis á Pressunni er góður og fer hann líklega nálægt staðreyndum þessa máls.

Þessi pistill er a.m.k. miklu heiðarlegri en það sem Þorsteinn Pálsson lét frá sér fara um sama málefni í útvarpi. Þorsteinn virðist aldrei geta komið sér upp úr hjólförunum.

Það er einnig rétt ábend hjá Styrmi þegar hann segir:
,,Loks segir Styrmir að sýna verði ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur sanngirni. Jóhanna hafi á sínum tíma notið mest trausts til að stjórna þjóðarskútunni og ríkisstjórn hennar stóð frammi fyrir yfirþyrmandi vandamálum sem þurfti að leysa strax. Þess vegna megi skilja að kraftar og athygli þeirrar ríkisstjórnar hafi ekki snúist um hinar dýpri sálrænu þarfir þjóðarinnar".

Það er auðvitað rétt, að ein ríkisstjórn sem auk þess var í raun minnihlutastjórn í marga mánuði hafði ekki nægilegt afl til að takast á við erfiðustu málin. Heldur ekki til að fara á dýptina.

Það má einnig benda á, að fylgi þessara fylkinga í atkvæðum í síðustu kosningum talið var um 51% og 49%. Eiginlega minnsti mögulegi munur. Þingmannafjöldinn fór á núverandi stjórnarflokka vegna hinnar gríðarlegu tvístrunar  sem varð á framboðum á vinstri vængnum.

Almenningur hefur orðið vitni að því, að gamli spillingargrauturinn er kominn upp á yfirborðið á nýjan leik og eldri þingmenn eru komnir sömu hagsmuna-baráttuna og áður fyrir hina og þessa sem eiga stór erlend fyrirtæki.

Það má m.á. sjá á tjónkun þeirra við þessi fyrirtæki er snertir t.d. virkjanna- og  skattamál. Hver spræna skal virkjuð í þágu þessara aðila.

Langflestir klækjarefirnir virðast hafa náð vopnum sínum á ný, þar sem þeim stærstu hafði verið gefið tækifæri til að komast undan með þá peninga sem voru voru geymdir í gjaldþrota bönkunum til skattaparadísaeyja. En almenningur sat eftir með skuldir þessara aðila við bankanna.

Þegar svo í ljós kemur að forystumenn eru með fé í skattaskjólum og sitja beggja megin við samningaborðin þegar tekist er á við hrægammanna og skattsvikaranna er í raun öllum lokið.

Þetta er auðvitað fyrst og síðast spurning um siðgæði og heiðarleika sem verður að gera kröfur um að stjórnmálamenn séu með í lagi og uppfylli.

 

„Fólk skilur ekki og mun ekki skilja hvers vegna betra er að geyma eignir á slíkum eyjum en á þeirri, sem við búum á,“ segir Styrmir Gunnarsson sem telur að framundan sé annað uppgjör eftir hrun og að það geti orðið ljótt.
EYJAN.PRESSAN.IS
 

mbl.is Þingrofstillögunni vísað frá?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristbjörn Árnason

    • Vissulega voru gerð mörg mistök hjá vinstri stjórninni, það viðurkenna allir og einkum forystumenn þeirrar stjórnar. Enda var skaflinn bæði stór og þykkur sem sú stjórn varð að takast á við. Hrun heillrar þjóðar sem ekki átti fyrir lyfjum og átti ekki heldur fyrir eldsneyti á bíla sína, svo eitthvað sé nefnt. 
      *

    • Engin getur gleymt því þegar Bjarni Benediktsson gekk að fótstalli sænska íhaldsforingjans og ávarpaði hann á íslensku. En sá sænski hratt honum frá sér.. 
      *

    • Bara að rifja það upp, að fyrir kosningarnar 2009 voru allir flokkar með það á stefnuskrá að Ísland gengi í ESB nema VG.
      *

    • Þett aumingja fólk var búið að standa þarna í röðum í heilan áratug og við munum hvað Davíð Oddsson sagði um þetta fólk. Þetta er vissulega skammarlegt.
      *

    • Mikill meirihluti þeirra sem misstu húsnæði á þessum tímum voru í raun löngu búnir að missa þessar eignir ef þeir hafa þá nokkuð átt í þeim. Þeir voru búnir að vera undir hamrinum misserum saman.
      *

    • Enn er fólk að flýja landið og eru margar ástæður fyrir því, en væri afkáralegt að kenna vinstri stjórninni um það. Það eru ekki bara hrun-ástæður heldur og ekki síður t.d. áherslurnar í menntunarmálum þjóðarinnar allar götur frá 1975. Einnig að atvinnulíf er sífellt að verða einsleitara á Íslandi

    Kristbjörn Árnason, 2.4.2016 kl. 13:02

    Bæta við athugasemd

    Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband