3.4.2016 | 17:10
Flóttamaður í sínu heimalandi
- Það má vera rétt tilfinning hjá ráðherranum að honum finnist,
að einhverjir séu að hanna einhverja atburðarrás um atferli hans.
Eða öllu heldur að skálda og geta í eyður þar sem ráðherrann hefur látið vera að fylla í og leiðrétta misskilning.
Ráðherrann á auðvitað sök á þessu sjálfur, hann hefur verið í felum rétt eins og margir strákar gera þegar þeir vita upp á sig einhverja sök.
Hann sjálfur talaði ekki svo lítið um fólk sem átti að eiga eignir í skattaskjólum og um hrægamma.Það stendur auðvitað upp á ráðherrann að leiðrétta getgáturnar.
Þá hefur allur hinn siðmenntaði heimur og margir fleiri verið að takast á við þessi skattaskjól þar sem svo sannarlega fer ýmislegt fram sem ekki er talið þola dagsins ljós.
Þeir sem nýta sér þessi skjól er almennt séð er mjög efnað fólk og alþjóðleg fyrirtæki sem eru að búa til ýmiskonar flækjur um efnahagsreikning sinn.
Það eru almenn viðhorf ekki bara á Íslandi heldur hvarvetna að þessar holur séu af hinu illa og þar sé verið er að fela illa fengið fé. Þar hafi jafnvel glæpahringir athvarf fyrir sinn glæpagróða.
Það atferli að leyna slíkum hlutum fyrir kjósendum fyrir kosningar kallast að fara á bak við kjósendur.
Það eru bara allir sammála um það og þá duga ekki einkakenningar ráðherrans. Varla ætlast ráðherrann til þess að RÚV kói með honum í þessum mistökum eða að fólk almennt hafi skoðanir á þessu eftir hentugleikum hans og Framsóknarflokksins.
Það hlýtur að ríkja mikil reiði í Framsóknarflokknum vegna athæfis formannsins sem átti að vera boðberi heiðarleikans og nýrrar framtíðar flokksins frá grautnum.
Íslendingar eru illa brenndir af svipuðum feluleik og óheilindum þótt hann hafi verið miklu stærri þegar núverandi stjórnarflokkar leyndu því fyrir kosningar 2007 að framundan væri nánast þjóðar gjaldþrot Íslands.
Ég er viss um, að almennir félagsmenn í þessum flokkum hafi ekki verið glaðir þegar allt kom í ljós og menn reyndu að halda áfram feluleiknum. Það var farið illa með marga heiðarlega flokksmenn þessara flokka.
Fremur verið að hanna atburðarás | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Breytt s.d. kl. 20:59 | Facebook
Athugasemdir
"Það var farið illa með marga heiðarlega flokksmenn þessara flokka." Það má vera að það finnist ein eða tvær gamlar heiðarlegar konur komnar að fótum fram í sjallflokknum en það er ekki hægt að finna einn einasta heiðarlegan félaga í framsóknarflokknum ...það er á hreinu.
corvus corax, 3.4.2016 kl. 20:34
Auðvitað er fjöldi að heiðarlegu fólki í þessum flokkum tveim
Kristbjörn Árnason, 3.4.2016 kl. 22:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.