Er Mogginn að klóra í bakkann?

Nú væri ráð fyrir blaðið að fara ekki vörn fyrir slæma hluti. Miðað við Moggann hefur blaðið staðið sig furðu vel í umfjöllun um þessi mál undanfarna daga.

Framundan eru erfið mál fyrir allt heiðarlegt fólk í öllum stjórnmálaflokkum.

Væntanlega er Vilhjálmur ekki flokkaður með stjórnmálamönnum þar sem hann er hvergi kjörinn fulltrúi. Ekki í sveitarstjórn eða á Alþingi, það er skýringin.

Hann er væntanlega meðal þessara 600.

Fróðlegt væri að vita hvaða verkalýðsfélag Sigmundur Davíð átti við í viðtalinu fræga sem á eftir að lifa með þjóðinni um langan aldur


mbl.is Vilhjálms ekki getið í gögnunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Komið hefur fram að félag Vilhjálms var í Luxemborg og svo átti hann víst líka félag á Kýpur. Ástæða þess að nafn hans kemur ekki fram í Panamagögnunum er líklega sú að hann hafi ekki verið í viðskiptum við lögmansstofuna Mossack Fon­seca. Hugsanlega hefur hann bara fengið einhvern af íslensku bönkunum til að stofna Luxemborgarfélagið fyrir sig á sínum tíma.

Guðmundur Ásgeirsson, 3.4.2016 kl. 20:27

2 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Það getur einnig verið skýringin.  Þetta var auðvitað skelfilegt allt saman

Kristbjörn Árnason, 3.4.2016 kl. 20:29

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það sem kemur mér mest á óvart við þessar uppljóstranir er hversu umfangsmikil tengsl Íslendinga eru við þennan aflandsheim. Komið hefur fram að um sé ræða hér um bil 800 félög sem tengist 600 nafngreindum Íslendingum, og að Landsbankinn hafi verið með þeirra banka á alþjóðavísu sem voru fremstir í flokki á þessum vettvangi.

Íslendingar hljóta að eiga heimsmet miðað við höfðatölu í aflandsviðskiptum, rétt eins og öllu öðru reyndar...

Guðmundur Ásgeirsson, 3.4.2016 kl. 20:36

4 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Þau geta verið fleiri, því væntanlega hafa verið fleiri leiðir til þessara paradísa

Kristbjörn Árnason, 3.4.2016 kl. 20:50

5 identicon

Er þessir stjórnmálamenn og þeir 600 sem ekki hafa verið kynntir til leiks ekki bara toppurinn á íslenska jakanum? Þessi leka gögn eru bara frá einu umsýsluaðila, Mossack Fonseca, það eru örugglega fleiri sem sérhæfa sig í svona vafstri og ekki víst að það séu til lekagögn frá þeim. Blessaður álfurinn hann Vilhjálmur virðist hafa misst cool-ið vegna umræðunnar og viðurkennt sinn feluleik þegar á hann var yrt. En öll þessi atburðarás sýnir að "margur verður af aurum api".

freemason (IP-tala skráð) 3.4.2016 kl. 20:56

6 Smámynd: Kristbjörn Árnason

cool Nú hefur aurinn fengið sína gömlu merkingu aftur.  Aur er bara drulla og saur mýri með mörgum sýkjum þar sem spillingin grasserar. Margir hafa drukknað í slíkum drullu pyttum

Kristbjörn Árnason, 3.4.2016 kl. 21:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband