9.4.2016 | 10:59
Siðgæðið virðist ekkert hafa breyst síðan fyrir hrun
- Það er ekki hægt annað, en að leiða hugan að för þeirri sem tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksis og núverandi ráðherrar fóru í, er þeir mættu ársfund Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum.
Til hvers?
Fóru þau Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og Ragnheiður Elín á þennan fund? En þau hafa farið fremst í flokki þeirra sem hafa viljað selja erlendum fjölþjóðafyrirtækjum raforku fyrir lítið verð eftir að þau urðu ráðherrar.
Sagt var í fréttum að þau hafi átt viðræður við ýmsa áhrifamenn í bandarísku samfélagi. Aldrei var gefið upp um hvað þessar viðræður hafi staðið í raun og veru. Þetta var einmitt á þeim tíma sem fjárhagur Sjálfstæðisflokksins stóð sem tæpast.
- Spurningin sem hefur lifað allan þennan tíma síðan er hvort þetta fólk hafi verið að sækja um fjárhagslegan stuðning til Sjálfstæðisflokksins til að bjarga honum.
* - Þá vaknar spurningin um hvað það var sem þau lofuðu að gera í staðinn.
* - Því: ,,æ sér gjöf til gjalda".
Um leið og þetta fólk kom í ríkisstjórn var þeirra fyrsta verk að opna hér allt upp á gátt fyrir bandarísk fyrirtæki að ganga hér að ódýrri orku.
- E.t.v. hefur það verið gjaldmiðillinn.
Fólk ætti að vera búið að átta sig á þeirri staðreyn, að þá er auðvelt að fara framhjá reglum um styrki til stjórnmálaflokka.
Ég hef enga trú á því að siðvitund flokksmanna hafi breyst við reglurnar um styrki til stjórnmálaflokka og til fólks í framboðum.
- Sigmundur Davíð er í margvíslegu samkrulli með Bjarna Benediktssyni í viðskiptum ef marka má umfjallanir um viðskiptatengsl þeirra í fjölmörgum fjölmiðlum þessa daganna.
- Í þeirri umfjöllun allri hlýtur að vera einhver sannleiksneisti
Enn um siðgæðið hjá núverandi stjórnarflokkum.
- Geir Haarde fyrrum forsætisráðherra var dæmdur fyrir að brjóta stjórnarskránna. Hann er sendiherra Íslands í stærsta sendiráði Íslands.
* - Hanna Birna sem hraktist úr starfi fyrir brot í starfi, er nú formaður utanríkisnefndar.
* - Sigmundur Davíð er enn formaður Framsóknarflokksins í skjóli félaga sinna í þingflokknum, situr á Alþingi og hélt ræðu í þinginu algjörlega veruleikafirrtur er virðist.
* - Ekkert af þessu fólki eða flokkar þeirra hafa sýnt af sér hina minnstu iðrun og eða hefur beðist afsökunar.
Stjórnin stæði saman eða félli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Breytt s.d. kl. 11:48 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.