Skipuleggjendur segjast hafa talið rúmlega 14 þúsund manns á Austurvelli

  • 6000 þúsund  segir Mogginn að einhver lögreglumaður hafi sagt.
    *
  • Þessi tala er álíka gáfuleg og talan um fjöldann síðasta mánudag. 

Það er mjög erfitt að telja þennan fjölda en eftir þeim fundum sem ég kom á eftir hrunið gæti ég verið nokkuð öruggur með,   að í dag hafi um 12000 verið mættir, sem er algjört met þegar tillit er tekið til þess, að þetta var 6. Fundurinn á sex dögum.

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að því sé tekið alvarlega að 66 prósent þjóðarinnar beri lítið traust til nýju ríkisstjórnarinnar.

fundur 9. mars

Það er ljóst að leiðtogi ríkisstjórnarinnar  er að velja ranga leið sem gengur gegn vilja stórs meirihluta þjóðarinnar úr öllum flokkum. 

Það átti auðvitað að bjóða öllum flokkum á Alþingi að tilnefna menn í bráðabirgða stjórn til haustsins. 

flaggað í hálfa

Einn úr hverjum flokki og  síðan kæmu að sérfræðingar sem hefðu engin tengsl við stjórnmálaöflin í samfélaginu og hagsmunaöflin með talin.  Þar sem væri ákveðið fyrirfram hvaða stórmál væru afgreidd og hvernig.

Þar væru fyrst og fremst þrjú mál í forgangi. Afnám haftana í umsjón seðlabankans, húsnæðismál almennings, afnám verðtrygginga og nýjar reglur um hagsmunatengingar stjórnmálamanna.

Það væri eina leiðin til þess að þjóðin gæti sætt sig við bráðbirgðastjórn.

Það vakti auðvitað athygli okkar eldri fundarmanna á Austurvelli, þegar nokkrir krakkar flögguðu í hálfa stöng á gamla Sjálfstæðishúsinu.


mbl.is „Kominn tími á Píratana“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Til upprifjunar
Föstudagur 19.03.2010 - 12:13 - Ummæli (4)

Bjarni Benediktsson: Krefst afsagnar ríkisstjórnarinnar. Hefur brugðist á öllum sviðum

bjarni_benediktsson-1.jpgFormaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, krefst afsagnar ríkisstjórnarinnar og vill kosningar sem fyrst. Telur hann niðurstöðu nýrrar skoðanakönnunar sem sýnir mikla sókn Sjálfstæðisflokksins á sama tíma og fylgi hrynur af ríkisstjórnarflokkunum segja allt sem segja þurfi í þessu efni.

Mbl.is náði tali af Bjarna í kjölfar umræddrar könnunar sem Fréttablaðið birtir í dag og Eyjan greinir frá hér. Sýnir sú verulegan viðsnúning almennings og yrði gengið til kosninga nú fengi Sjálfstæðisflokkurinn eina 27 þingmenn kjörna á Alþingi. Stuðningur við ríkistjórnina mælist aðeins 39 prósent.

Segir Bjarni ekkert koma sér á óvart. Þetta hafi þingmenn og fulltrúar flokksins fundið undanfarnar vikur og mánuði og brýn þörf sé á að boðað verði til kosninga sem fyrst.

„Ég tel að ríkisstjórn sem er verklaus, ósamstiga og nýtur ekki trausts hafi ekkert erindi lengur. Fólk ætlast til þess að stjórnvöld þvælist ekki fyrir. Fólk vill fá að grípa þau tækifæri sem eru til staðar. Ríkisstjórnin hefur ekki haft burði til þess að greiða götu fólks og fyrirtækja.“

Kristbjörn Árnason, 9.4.2016 kl. 19:53

2 Smámynd: Hrossabrestur

Í Alþingskosningunum 2013 voru 237957 á kjörskrá

skv fjölmiðlum voru 5500 - 6000 manns á Austurvelli í dag

það er um það bil 2.3% af fjölda fólks á kjörskrá

þó þeir hefðu verið 12000 sem þýddi að 5% kjósenda hefði verið þar

er ekki frekar stórt upp í sig tekið að segja að þessi smái hópur tali í nafni þjóðarinnar?

Hrossabrestur, 9.4.2016 kl. 21:39

3 Smámynd: Kristbjörn Árnason

 ekki veit ég hver þú ert hrossabrestur, en bara svo þú vitir það, að þá er ég ekki vanur að svara einhverjum áhöldum hér.   Þú getur þess vegna verið héraðsbrestur eða eitthvað enn verra.   En í viðtali við RÚV segir hann m.a. 


,,
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að því sé tekið alvarlega að 66 prósent þjóðarinnar beri lítið traust til nýju ríkisstjórnarinnar.

 

Kristbjörn Árnason, 9.4.2016 kl. 21:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband