Vilja ekki allir stjórnmálaflokkar vera heiðarlegir?

  • Eða er Orri að gefa það í skyn að einhverjir stjórnmálaflokkar vilji ekki vera heiðarlegir?
    *
  • Ef  svo er, væri heiðarlegt af þessum fyrrum alþingismanni að segja frá því hverjir það eru, að hans mati. Það vill svo til, að jafnvel hinir óheiðarlegustu menn vilja gjarnan vera heiðarlegir. En þeir eru bara óheiðarlegir.

Ég þekki ekki vel til innan Samfylkingarinnar en mér finnst að hér sé að stíga fram aðili úr hægri armi Samfylkingarinnar sem vill vera formaður þar á bæ.

Fulltrúi þess hluta flokksins sem ákafastur er í ESB draumum og aðhyllist hreinar markaðslausnir í fiskveiðistjórnunarmálum. 

En um langa hríð hafa þessir aðilar látið lítið fara fyrir sér í flokknum eða frá því að Jóhanna varð forsætisráðherra. Þ.e.a.s. hópurinn sem hefur alltaf stutt stefnu Ingibjargar Sólrúnar í ESB málunum og stuðningsmenn samstarfsins við Sjálfstæðisflokkinn.

Orri Shcram

Öndvert við hópinn í flokknum sem er á móti aðild Íslands að ESB

Það vekur auðvitað athygli að Orrinn kallar til liðs við sig kantidat Ingibjargar Sólrúnar og núverandi borgarstjóra. En einnig fulltrúa frá nýju miðjuflokkuum.

Þótt þessir nýju miðflokkar hafi á ýmsum sviðum félagsleg viðhorf að þá hafa þeir einnig talsmenn fyrir mjög hægri sinnuð markaðs viðhorfum t.d. fiskveiðistjórnunar-og í ESB málunum

Þar fara sjónarmið þeirra saman nýju flokkanna og hægri kratanna.  Það vill svo til að allir stjórnarandstöðuflokkarnir eru sammála um um stjórnarskrártillögur stjórnlagaráðsins.


mbl.is Vilja reka heiðarleg stjórnmál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband