18.4.2016 | 17:49
Ólafur ómissandi
Það er eins við búum í Afríkulandi svo þroskað er lýðræðið á Íslandi
- Blessaður forsetinn, þessi sem ég hef beðið fyrir í nær 20 ár á nánast hverjum sunnudegi.
* - Hefur nú komist að þeirri niðurstöðu að hann sjálfur sé algjörlega ómissandi fyrir Íslenska þjóð.
* - Þ.e.a.s. að enginn annar íslendingur hafi getu og eða vit til að vera forseti Íslands.
Ég get bara sagt það, að ef ég væri svona góður með mig eða hefði ekki nema helminginn af því sjálfsáliti sem Ólafur Ragnar er með væri búið að senda mig á göngudeild fyrir löngu. En það á auðvitað bara við um mig.
M.ö.o. hann fullyrðir nánast að íslenska þjóðin hrynji í rústir ef einhver annar verði forseti þjóðarinnar en hann. Hann heldur því blákalt fram, að hann einn sé hæfur til að vera forseti. Hann getur samt ekki sýnt fram á það með nokkrum hætti eða fært einhver rök fyrir því.
Það er mín skoðun að Ólafur Ragnar hafi gert fjölmörg mistök í störfum sínum í þessu embætti er hafa skaðað hagsmuni þjóðarinnar alvarlega.
Má auðveldlega lesa um ýmis slík afglöp í rannsóknarskýrsu Alþingis. Þá brást hann þjóðinni nú á dögunum og einkum fólkinu sem hefur fjölmennt á Austurvöll dögum saman. En einnig stórum hluta þjóðarinnar ef marka má skoðanakannanir.
Ólafur Ragnar er að mínu mati ekki lengur forseti þjóðarinnar, heldur ýmissa aðila í stjórnmálunum á Íslandi og þeim sem tilheyra yfirstétt Íslands og vilja ekki fá neina breytingar á stéttarstöðu sinni. Það væntanlega einnig þeir sem eiga fé á Tortóla.
Ekki þarf að minna á samstarf hans með vinum sínum sem hafa nú verið dæmdir í fangelsu undanfarna mánuði. Reikna má með því að þeir þessir vinir hans eigi aðild að Tortóla skúffufyrirtækjum.
Fólkið krafðist þess að Sigmundur Davíð færi frá sem ráðherra og að ríkisstjórnin segði af sér en Ólafur Ragnar bjargaði ríkisstjórninni fyrir horn.
Ég trúi engu af því sem hann hefur sagt um þetta sem gerðist á Bessastöðum á milli hans og Sigmundar Davíðs.
Ólafur aftur í forsetaframboð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Breytt s.d. kl. 20:05 | Facebook
Athugasemdir
"Fólkið"... þannig stafar maður ekki "múgur á Austurvelli". Flokkarnir voru ekki tilbúnir í kosningar, jafnvel stjórnarandstaðan vissi þetta. Aukinheldur fór Sigmundur frá, þó að þingið sæti áfram.
Þegar kom í ljós að ýmsir í stjórnarandstöðuni höfðu einnig aflandsreikninga ættu allir að hafa séð í hendi sér að það er nauðsynlegt að vita meira áður en kosið er, og persónulega vil ég líka forkosningar fyrst. Það er nauðsynlegt ef ætlunin er að hreinsa til í valdastöðum flokkana - ellegar eru þingkosningar ekki til mikils gagns.
Að lokum kemur það í ljós hvort Ólafur sé maður fólksins, enda munu verða lýðræðislegar kosningar um áframhaldandi veru hans á Bessastöðum.
Egill Vondi (IP-tala skráð) 18.4.2016 kl. 18:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.