Ekki endilega spurning um lög, heldur viðhorf

  • Þetta er auðvitað spurning um viðhorf þeirra sem standa að lífeyrissjóðnum.

Viðhorf formanns þessa sjóðs ber auðvitað vitni um hræsni og eða tvískinnung þessa fulltrúa atvinnurekanda í stjórn sjóðsins. Ef horft er til þess sem forystumenn í atvinnurekstri segja nú um þessi mál.

stjórn sameinaða líf

Vert er að benda á þessi orð sögð við RÚV í morgun:
,,Viðskiptaráð og atvinnulífið í heild fordæma notkun aflandsfélaga í annarlegum tilgangi, hvort sem um er að ræða skattalagabrot eða aðra brotastarfsemi.

Þetta segir Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs.

Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir slíka hegðun ólíðandi".

Þetta orðalag: ,,í annarlegum tilgangi" þýðir auðvitað allt og ekkert.

Það er t.a.m. heilt úthaf á milli sjónarmiða almennings um hvað er annarlegt í þessum aflandsmálum annarsvegar og samtaka atvinnurekenda og eða Viðskiptaráðs hins vegar.

Það eina sem gildir er að um öll þessi mál gildi skýrar reglur sem settar eru fram í skattalögum og í hegningarlög. Þar sem refsirammi er settur fram á skýran hátt. 

Nú skapast tækifæri til þess af sjóðfélögum að hreinsa til í starfsliði og í stjórn sjóðsins hvað þessi mál varðar.  


mbl.is Ekki viss um sök Kristjáns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Óskarsson

Til þess þarf að breyta fyrirkomulagi á vali stjórnarmanna í lífeyrissjóðum almennt.  Þetta helmingaskipta-fyrirkomulag milli atvinnurekenda og stéttarfélaga er löngu úrelt.  Ekkert annað en allsherjar atkvæðagreiðsla allra sjóðfélagi, jafnt greiðandi, áður greiðandi eða lífeyrisþega, er viðunandi.    Að þessu leiti getum við örugglega báðir tekið undir með Pétri heitnum Blöndal, en hann var mikill talsmaður þessa beina lýðræðis í lífeyrissjóðum.

Það er vel og rækilega búið að sýna sig síðustu 20 árin að þeim sem valist hafa til trúnaðarstarfa í lífeyrissjóðakerfinu er ekki treystandi.

Lífeyrissjóður Austurlands var nánast þurrkaður út með áhættufjárfestingum á 10 áratugnum.   Bókfært tap sjóðanna við bankahrunið nam gríðarlegum upphæðum og er þó ekki um endanlegt tap að ræða og ég þeirrar skoðunar að í mati á bókfærðu tapi hafi verið farið of varlega, sennilega til að sjokkera okkur sjóðfélagana ekki öllu meira.   Síðan ber að nefna ofurlaun stjórnarmanna, forstjóra og millistjórnenda í sjóðunum.  Laun sem engin innstæða er fyrir þar sem um er að ræða störf við vörslu og ávöxtun fjármuna sjóðfélaga, en ekki hefðbundna þjónustustarfsemi sem leggur gjöld á þann sem nýtur þjónustunnar.  Þetta fólk sem valist hefur inn í sjóðina hefur algjörlega gleymt því grundvallaratriði.

Fjölmargt fleira má telja.

Jón Óskarsson, 26.4.2016 kl. 16:08

2 Smámynd: Kristbjörn Árnason

ég er sammála þér óskar.

Kristbjörn Árnason, 26.4.2016 kl. 16:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband