Hvor segir satt, ráðherrann eða prófessorinn?

  • Gylfi Magnússon hagfræðingur og fyrrverandi viðskiptaráðherra segir að aflandsvæðingin hafi skapað helsjúkt samfélag og haft gríðarlega vond áhrif á íslenskt efnahags- og viðskiptalíf. 

„Aflandsvæðingin hefur tvímælalaust haft mjög slæm áhrif. Það en nánast sama hvar drepið er niður fæti þá koma í ljós slæm áhrif.

gyllfi Magnússon 1

Auðvitað hafa menn fyrst og fremst horft á skattahliðina og þá staðreynd að svona félög eru í mjög mörgum tilfellum notuð til að komast hjá skattgreiðslum.

Stundum beinlínis ólöglega en stundum með einhverjum flækjum sem standast nú ítrustu próf lögfræðinna þótt þau séu ekki siðleg.

Það þýðir þá auðvitað bara að þeir sem eru með breiðustu bökin þeir eru þá ekki að borga sinn skerf við að halda samfélaginu uppi. Það er auðvitað afleitt.

Þeir sem lenda í því að þurfa að borga, venjulegt launafólk sem getur ekki komið sínum tekjum undan skatti með svona trikkum finna auðvitað fyrir því.“

Þetta kom fram í viðtali við Gylfa Magnússon á Morgunvaktinni á Rás 1 í morgun. Gylfi segir að ruðningsáhrif þessa séu mikil.

„Þeir sem notfæra sér svona brögð geta haft forskot á aðra og þar með heltast hinir úr lestinni í samkeppninni. Þannig að við getum endað með helsjúkt samfélag sem ég held því miður að sé ekkert fjarri lagi sem lýsing á efnahagslífinu.“

  • Gylfi er ekki einn um þessa skoðun, nánast allir hagfræðingar sem vilja láta taka sig alvarlega og þjóðarleiðtogar í lýðræðislöndum eru á þessari skoðun.
    *
  • Bjarni getur ekki sannað það fyrir neinum á hvaða stað íslendingar eru í aflandeyjamálum miðað við aðrar vestrænar þjóðir.
    *
  • En hann getur auðvitað sagt frá því hvaða lýðræðisþjóðir aðrar í Evrópu eru með ráðherra sem eiga eða hafa átt eignir og skráð fyrirtæki í skattaparadísum
    *
  • Bjarni er greinilega í hópi með Pútín og Úkraínu forseta. Allir eru þeir eða hafa verið skráðir fyrir eignum á aflandseyjum Við íslendingar viljum ekki þannig ráðherra. 
    *
  • Í fyrirspurn sem Rósa Björk Brynjólfsdóttir varaþingmaður og beinir til fjármálaráðherra er spurt:
    Hvort sú staðreynd að ráðherra átti sjálfur aflandsfélag um tíma hafi haft áhrif á afstöðu hans til kaupa skattrannsóknarstjóra á gögnunum um aflandsfélög Íslendinga.
    Þá er óskað skýringa á þeim drætti sem varð á málinu eftir að skattrannsóknarstjóri óskaði eftir heimild til kaupanna í október 2014.

RÚV á hrós skilið fyrir að taka þetta viðtal við Gylfa og útvarpa því. Slíkt viðtal er ekki til vinsælda fallið af ráðamönnum þjóðarinnar. Elítunni sem eru með fé á Tortóla og fleiri stöðum í skattaskjóli.


mbl.is Í fararbroddi í skattaskjólsmálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Prófessorinn er í einhverri vímu, hvað ætli hann sé að reykja, það vita allir að það er ekkert ólöglegt við að hafa eignarhluta í fyrirtækjum erlendis. Hömlur á eignarhaldi í fyrirtækjum erlendis væri brot á EES.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 28.4.2016 kl. 16:07

2 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Sæll Jóhann, ég kannast ekki við að regluverk ESB nái út fyrir Evrópska efnahagssvæðið. Þú myndir kanski útskýra þetta nánar. Eitt er þó 100% víst, að skattaundanskot og feluleikur með eignir sem verða til á Íslandi er ekki leyfilegur samkvæmt þeim samningi.

Kristbjörn Árnason, 28.4.2016 kl. 16:14

3 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það hefur enginn verið dæmdur fyrir skattsvik eða feluleik með erlendar fyrirtækjaeignir, ef svo er þá er það stór fréttir og þú kanski segir okkur hver eða hverjir hafi verið dæmdir.

Ert þú að segja mér að Þjóðverjar, Frakkar etc. eigi engin fyrirtæki utan ESB? Þá ættla ég að upplýsa þig, það er fjöldinn allur af fyrirtækjum utan ESB í eigum fólks sem á heima á ESB svæðinu.

Fyrir Íslendinga er málið mjög einfalt; ef Íslendingur sem býr á Íslandi (kanski jafnvel þó svo að hann eigi heima erlendis) þá ber honum/henni að gefa upplýsingar um það á skattskýrslu.

það er verið að gera Mýflug að úlfalda í fjölmiðlum og í ræðustól Alþingis. Eg ætla að stela viðlíkingu á þessu ofstækis ofsóknum frá Jón Steinar fyrrverandi Hæstaréttar; þetta ferli er eins og galdrabrennur.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 28.4.2016 kl. 16:31

4 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Ég veit ekk til þess að neinn hafi verið dæmdur Jóhann. Hitt er einnig alveg rétt, að auðvitað eiga fjölmargir Evrópubúar fyrirtæki allsstaðar um heiminn. Á meðan stjórnmálamenn eru í feluleikjum heldur þetta fár áfram.  Kveðja

Kristbjörn Árnason, 28.4.2016 kl. 16:40

5 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Rétt er það Kristbjörn, en þetta ætti nú ekki að vera svo erfitt mál fyrir skattrannsóknarstjóra, ef það eru íslenskir eigendur í erlendum fyrirtækjum og það var ekki skráð á skattskýrslu þeirra, en eru á þessum 600 manna lista, þá hafa skattalög verið brotin og þá á Skattrannsóknarstjóri að kæra það.

Skil ekki af hverju þetta er svona mikið mál.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 28.4.2016 kl. 16:49

6 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Þótt enginn hafi verið dæmdur segir það miklu meira um íslenskar reglur og vinnubrögð heldur um þau alþjóðlegu lög sem þjóðin er aðili að og getur ekki framfylkt. Árið 1992 samþykkti OECD reglur um þessi skattaskjól og aflandsfélög á lágskattasvæðum. Það er ekki fyrr en fyrir 6 eða 7 árum sem Íslans samþykkti þessar reglur og setti í íslensk lög. Í október s.l. herti OECD þessar reglur. Stjórnvöld draga lappirnar í þessum málum.

Því hefur verið marglýst, að íslensk skattayfirvöld geta ekki vitað hvort það einhver sem á að greiða skatta geri það ekki. Það virðist ekki vera neinn möguleiki á því að sannreyna það hvort rétt er talið fram. Rætt hefur verið um ýmiskonar fyrirtækjakeðjur og flækjur sem eru til þess ætlaðar að fela hlutina. 

Nú er einhver hluti þessara mála að opnast, einhver smá gluggi. Það er ekkert undarlegt þótt almenningur sé ósáttur eftir allt það sem undan er gengið. Skattar launafólks eru gríðarlega háir á Íslandi þegar allt er með talið og borið saman við það sem út úr sköttunum kemur. Það er alvarlegt skattamisrétti á Íslandi það kyndir undir ólguna í landinu.

Þetta er allt of langt mál til að ræða svona. Þetta er gott í bili.

Kristbjörn Árnason, 28.4.2016 kl. 17:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband