Ólafi Ragnari er ekki tekið fagnandi af þjóðinni

  • Tíu dagar eru síðan Ólafur Ragnar Grímsson tilkynnti að hann hefði ákveðið að bjóða sig aftur fram í forsetakosningunum í júní.
    *
  • Í 6. sinn og vill hann verða forseti í 24 ár.
    *
  • Í fyrstu kosningabaráttu hans talaði hann um að eðlilegt væri að forseti sæti ekki nema 2 til 3 kjörtímabil..

Dagana 20. til 27. apríl spurði Gallup hvernig fólki litist á þetta. Þessa könnun verður auðvitað að skoða út frá því, að það var 25. apríl þegar það kemur í ljós að fjölskylda Doritar er með miklar eignir á Tortóla.

ólafur ragnar með keðju

 

22. apríl hafnaði forsetinn því alfarið að fjölskylda frúarinnar tengdist skattaparadísum. Þannig að niðurstaðan fyrir forsetan er afspyrnu léleg.

Þessi uppsetning Mbl á fréttinni, að segja ekki frá því hvenær könnunin er gerð, er blaðinu skammar. Það skiptir auðvitað máli því Panamatengslin skipta máli einkum vegna orða forsetans


mbl.is Skiptar skoðanir um ákvörðun Ólafs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hver borgaði Gallup fyrir þessa könnun og hvað kostaði hún?

Baldvin Nielsen

B.N. (IP-tala skráð) 28.4.2016 kl. 21:23

2 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Sæll Balvin, kanski þeir sömu og borguðu fyrir MMR könnununa. Ég þakka þér fyrir að birta nafnið. En ég fullyrði ekki að þessi könnun sé rétt mæling á raunverulegu fylgi Ólafs Ragnars. Kannanir geta aðeins gefið vísbendingar á þeim tíma sem þær eru gerðar. Þetta veit stjórnmálafræðingurinn allt um.

Kristbjörn Árnason, 28.4.2016 kl. 21:55

3 identicon

Sæll Kristbjörn

Ég er inn á þeirri línu almennt að það eigi að gefa upp með hverri könnun sem birt er opinberlega hver það sé sem borgi reikninginn og hvað reikningurinn hafi verið hár. Ég vil líka að sé skylda það komi fram hvernig spurningar voru settar fram og í hvaða röð voru spurningarnar. Ég get ekki að því gert að mér finnst Davíð Oddsson sé ekki langt undan og að hann eigi eftir að gefa kost á sér í komandi forseta kosningum.

Baldvin Nielsen

B.N. (IP-tala skráð) 28.4.2016 kl. 22:41

4 Smámynd: Kristbjörn Árnason

ég er alveg sammála þér Baldvin, nú í kvöld kom enn ný könnun frá fyrirtæki sem ég hef ekki minnst á fyrr. Það er auðvitað orðið ljóst að nú virðast einhverjir hagsmuna aðilar vera komnir í spilið. A.m.k. fékk forsetinn góða útkomu úr þeirri könnun.

Gæti verið að stóriðjufyrirtækin séu að berjast gegn Andra Snæ? Ekki veit ég neitt um það.

Kristbjörn Árnason, 28.4.2016 kl. 23:32

5 identicon

Sæll aftur Kristbjörn

Já sammála það er verið að hafa áhrif á vilja þjóðarinar með þessum könnunum með aðstoð fjölmiðlanna. Þú getur séð sem dæmi að sumir frambjóðendur fá meiri athygli en aðrir í fjölmiðlum. Hagsmunirnir stjórna bak við tjöldin með peningum sem notaðir eru til að hafa áhrif á umræðuna í þjóðfélaginu og til að borga undir skoðunarkannanirnar sem er tækið til að fylgjast með hvernig gengur með fjárfestinguna að kaupa sér vald fyrir sig og sína eitthvað fram í tímann

Baldvin Nielsen

B.N. (IP-tala skráð) 29.4.2016 kl. 06:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband