Hverjir eru álitsgjafar MMR?

Fyrirtækið segir

„Úrtak: Ein­stak­ling­ar 18 ára og eldri vald­ir handa­hófs­kennt úr hópi álits­gjafa MMR  Könn­un­araðferð: Spurn­inga­vagn MMR Svar­fjöldi: 947 ein­stak­ling­ar Dag­setn­ing fram­kvæmd­ar: 6. til 9. maí 2016“

Samkvæmt opinberum upplýsingum fyrirtækisins eru:

„Álitsgjafar MMR er hópur fólks sem hefur samþykkt að fá sendar kannanir í tölvupósti sem þeir svara á Internetinu.
Álitsgjöfum er einnig boðið að taka þátt í ýmiskonar öðrum rannsóknarverkefnum (s.s. umræðuhópum eða einstaklingsviðtölum) þar sem leitast er við að öðlast dýpri skilning á viðhorfum fólks til markaðs- og samfélagsmála.
Með því að gerast Álitsgjafi MMR hefur fólk því bein áhrif á hvernig vörur og þjónusta þróast í framtíðinni“.

Þetta er ástæðan fyrir því, að ég á erfitt með að taka mark á könnunum MMR þar sem um er að ræða fyrirfram ákveðinn hóp sem svarar. Þess vegna sérstaklega valinn hóp hverju sinni.

Væntanlega á fyrirtækið auðvelt með að lesa í álitsgjafahópinn vegna reynslu af svörum þeirra einstaklinga sem svara.


mbl.is Guðni Th. með afgerandi forystu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Ingi Kjartansson

 Það hefur engu að síður sýnt sig að þessar kannanir hava verið í marktækari kantinum.

Sigurður Ingi Kjartansson, 9.5.2016 kl. 12:11

2 identicon

Sigurður Ingi, 
 Nei, það er alls ekki rétt. Í fyrsta lagi er erfitt að segja að kannanir séu réttar, nema í örfáum undantekningarvilvikum. Það hefur gerst að þeir hafi verið nærri lagi, á öðrum tíma hefur komið aljgör steypa frá þeim. 
 Ekkert sem getur skýrt algjört hrun þessara tveggja frambjóðenda. 

Alfred Þr. (IP-tala skráð) 9.5.2016 kl. 12:28

3 Smámynd: Kristbjörn Árnason

ég er ekki að segja það Sigurður Ingi að þær geti ekki  farið nærri raunveruleikanum.  Það er einnig virðingavert og mikilvægt að upplýsa um hvernig fyrirtækið vinnur. Það liggur ekki alltaf fyrir hjá öllum aðilum. 

Kristbjörn Árnason, 9.5.2016 kl. 12:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband