Þessi staða Ólafs Ragnars var ljós fyrir nokkrum dögum

  • Áður en Davíð Oddsson steig fram og sagðist skyldi bjóða sig fram til þess að verða forsetaefni.
    *
  • Stormurinn vegna aflandshlutabréfa forseta frúarinnar og óheiðarleiki forsetans gerði það að verkum að þjóðin gat ekki hugsað sér hana sem fulltrúa þjóðarinnar.

Ólafur Ragnar og Davíð1

Einnig var ljóst eins og segir í leiðara Kjarnans fyrir tveim dögum.  
 „Ólafur Ragnar er því frambjóðandi elítunar. Þeirra sem vilja viðhalda valdaójafnvægi í samfélaginu með þeim hætti að fáir menn, í krafti óbilandi trúar á eigin yfirburði, ráði sem mestu.

Þeirra sem standa varðstöðu um óbreytt kerfi gríðarlegrar misskiptingar auðs, áhrifa og valda. Þeirra sem reka pólitík sem gengur út á að ala á hræðslu við hið óþekkta til að réttlæta eigin tilveru. Þeirra sem líta á sig sem lausnina, en eru í raun vandamálið." Leiðari eftir Þórð Snæ Júlíusson.

  • Einnig var ljóst að Ólafur Ragnar var í raun varðhundur  gamla tímans, barðist gegn breytingum á stjórnarskránni og þá um leið andstæðingur þess að breytingar yrðu á lögum um fiskveiðiheimildir.

Það er óhugsandi að yngri kynslóðir á Íslandi færu að kjósa sér fulltrúa gamalla tíma sem forseta. Mann sem hefur fengið ákúrur frá Rannsóknarnefnd Alþingis fyrir áberandi fylgispekt við útrásarvíkinganna og banka gangsteranna. Sjá 8. bindi bls. 176.

  • Auðvitað áttaði Davíð sér á þessari stöðu Ólafs Ragnars, sem hafði þurft að ljúga sig frá einu málinu til annars í langan tíma.
    *
  • En Davíð er einnig fulltrúi gamla tímans, útrásar-innar, útgerðarinnar og Sjálfstæðisflokksins. 

Það er alveg sama hvað Davíð mun reyna að þvo það af sér með miklum orðaflaum, það mun honum aldrei takast. En er auðvitað verðugur fulltrúi sinnar viðhorfsbræðra og félaga. 

Unga kynslóðin mun sjá til þess, kjósendur Sjálfstæðisflokksins duga honum ekki á Bessastaði.


mbl.is Ólafur Ragnar hættur við framboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Heill og sæll Kristján.

Ég vil byrja á að minna þig á að það voruð þið, vinstrimenn, sem komuð Ólafi Ragnari Grímssyni upphaflega á Bessastaði og það með miklu harðfylgi.

Í annan stað finnst mér með ólíkindum að þið, vinstrimenn, skuluð ætla tengdaföður ÓRG að hafa efnast eftir að Ólafur tengdist honum fjölskylduböndum. Haldið þið virkilega að ÓRG hafi eittvað um það að segja hvernig tengdafaðir hans ráðstafaði eigum sínum? Það er harla langsótt að ætla honum að hafa komið því til leiðar hvernig faðir Dorritar ráðstafaði eigum sínum. Ekki geri ég ráð fyrir því að þú hafir stjórnað fjármálum foreldra þinna eða tengdaforeldra, en það má þó vel vera. Foreldrar mínir og tengdaforeldrar þurftu ekki á minni íhlutun að halda hvað fjármál þeirra varðaði og ætla ég að þannig sé því einnig háttað hvað ÓRG varðar.

Vinstrielítan í þessu landi virðist því miður ekki telja það eftir sér að ýja að eða hreinlega beita ósannindum til að klekkja á óvinum sínum.

Það furðulega í þessu öllu saman er að þegar á reyndi og "Norræna velferðarstjórnin" þrátt fyrir öll sín loforð um að vernda íslenskt þjóðfélag og heimili landsmanna, gekk hart fram í þeim tilgangi að troða okkur inn í ESB án þess svo mikið að spyrja þjóðina um vilja hennar eða þegar leggja átti óbærilegar byrðar á skattgreiðendur um ókominn tíma að þá var það samherji þeirra í gegnum tíðina sem stóð í fæturna gegn offorsi Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms Joð. Þið hafið ekki getað fyrirgefið honum það enn, en ég fullyrði að stór meirihluti þjóðarinnar er honum ævarandi þakklátt fyrir inngrip hans á ögurstundu, tvennar þjóðaratkvæðagreiðslur bera þess vitni. Það var þá sem Ólafur Ragnar Grímsson sýndi hvað í honum býr og þann karakter sem aðrir vinstrimenn hafa ekki til að bera.

Tómas Ibsen Halldórsson, 9.5.2016 kl. 13:40

2 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Satt er það, að ég starfaði með Ólafi Ragnari í nær 20 ár og á ansi mikla sök á frama hans í flokknum. Hann á auðvitað enga sök á vinnubrögðum tendaföður síns og ekki heldur Dorit. 

Vandinn var sá, að hann reyndi að komast hjá því að segja satt um málefnið. Auðvitað hlaut hann að vita meira um þessi mál en hann þóttist vita. 

Hvað mína foreldra varðar voru þau verkafólk á lægstu launatöxtum. Slíkri stöðu fylgir að fólk þarf ekki að eiga í vandræðum með að tapa fé. Verkamannalaun eru almennt ekki séð illa fengin.

En seinni kaflinn hjá þér Tómas er tóm steypa. Við húsgagnasmiðir vorum komnir inn í EB í byrjun árs 1970 og urðum að lúta erlendum reglum. Það sama á við allt starfandi fólk í samkeppnisiðnaði á Íslandi. Ég er í VG og það er ljóst að VG hefði aldrei samþykkt inngöngu í ESB án þjóðaratklvæðagreiðslu og flokkurinn áskyldi sér að mæla gegn samþykkt á samningi við ESB. VG er eini flokkurinn sem er og hefur alltaf verið á móti slíkri aðild.

Varðandi Icesave sem ég held að þú sért að ræða um. Þá er fyrir löngu ljóst að íslenska þjóðin tapaði á því að hafna besta samningnum. Því er það staðan. Síðan er allt í lagi að viðurkenna þá staðareynd, að þjóðin er nú búin að greiða um 53 til 57 milljarða í aukavexti vegna Icesave umfram skuldir þrotabúsins vegna þessara reikninga.

Ólafur Ragnar bjargaði engu, en keypti sér atkvæði með þessu og margir trúðu honum. En ekki þeir sem þekkja gripinn.  Takk fyrir innlitið Tómas.   

Kristbjörn Árnason, 9.5.2016 kl. 21:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband