13.5.2016 | 18:24
Furðulegur barlómur í Samfylkingunni
- Samfylkingin er nauðsynleg í íslensku flokkakerfi.
* - Það er mikilvægt að stefnumál flokkanna í heild sinni nái yfir allt hið pólitíska litróf lýðræðislegra viðhorfa í stjórnmálum.
* - Það er einmitt sú fjölbreytni sem er nauðsynleg fyrir þjóðina. Í því litrófi er Samfylkingin nauðsynleg.
Það eru ansi miklar alhæfingar að segja að vandamál séu almenn hjá jafnaðarmannaflokkum í Evrópu.
Það er alveg eins og að segja það að verkalýðshreyfingin væri ekki nauðsynleg og flokkar sem henni tengjast.
Eins og umræða margra þreyttra karla einkennist af í þessum flokki. Kanski þarf bara að skipta um fólk i brúnni og fá annað sem er baráttuglaðara og frjórra.
En það er örugglega bæði erfiðara og vandasamara að vera jafnaðarmaður í nútímanum en var fyir 50 árum.
Þegar það er verið að skapa jöfnuð með lýðræðislegum vinnubrögðum tekur það óneitanlega mikinn tíma. Það gerist ekki eins og að smella á einn takka eða merki á skjá tölvunnar.
En þannig vill fólk hafa hlutina í dag og það er þekkt að almennir kjósendur láta blekkjast af gylliboðum. En það eru vinnubrögð sem sómakærir stjórnmálaflokkar geta ekki verið þekktir fyrir.
Sömu vandamálin eru t.d. uppi í vandasömu handverki. Það tekur alltaf langan tíma og í slíku námi eru nemendur gjarnan óþolinmóðir. Sama má segja um almenning. Þeir vilja gjarnan kaupa ódýra patentlausn frá Kína sem hefur stuttan líftíma. Enda verður hluturinn fljótt úreltur.
Það sama á við um pólitískar lausnir, þær þurfa að hafa stutt ákvörðunarferli en vera samt lýðræðislega teknar og þurfa ekki að duga í áratugi. Gera verður ráð fyrir því að árangur af félagslegum lausnum séu fljótari að sýna áþreifanlegan árangur.
Því miður fyrir ykkur, strákar mínir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Breytt s.d. kl. 21:43 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.