27.5.2016 | 08:41
Íslenskir popparar njóta mikils fylgis nú sem oft áður
- Hvar er Viðreisnin í þessari könnun?
* - Maximilian Conrat sem er prófessor við HÍ segir að þjóðernisflokkarnir í Evrópu eigi það sameiginlegt að höfða til venjulegs alþýðufólks.
* - Upp að vissu marki megi segja að á Íslandi, sé sá hluti hins pólitíska litrófs frátekinn nú þegar.
Það er ekkert rúm fyrir hægrisinnaða popúlistaflokka vegna þess að þau stefnumál sem slíkur flokkur myndi setja á oddinn eru nú þegar á stefnuskrá íhaldsflokkanna hér. En píratarnir eru greinilega í sérstöðu meðal popparaflokka þar sem ekki er alið á þjóðernishyggju, að öðruleiti má sjá af stefnuleysi þeirra. Þeir segja aðeins það sem er til vinsælda fallið.
Þetta er rétt, því slíkan boðskap hægrisinnaðs poppara er að finna hjá einum forsetaframbjóðandanum, þ.e.a.s. hjá Davíð Oddssyni fyrrum formanni (Sjálfstæðisflokksins sem er skrautnefni) íhaldsflokksins. Frá þessum aðila má oft heyra fasisk viðhorf.
Það verður að teljast ótrúlegt að þessi maður skuli fara í framboð til þess að verða forseti íslensku þjóðarinnar. Maður sem er þekktur fyrir andstöðu sína við almenning í stjórnmálastörfum sínum og skrifum. Hann ætlar sér t.d. að koma í veg fyrir lagfæringar á stjórnarskrá verði hann kjörinn.
Samfylkingin nálgast botninn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Breytt s.d. kl. 11:00 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.