6.6.2016 | 20:43
Flugumferðastjórar eru ekki aðilar að Salek
Það er ljóst, að allar götur frá 1990 hafa samtök atvinnurekenda og Verkamannasambandið eins og það hét þá unnið að því að hrifsa samnings- og verkfallsréttinn af fámennari stéttarfélögum.
Lögin um verkföll og vinnudeilur frá 1938 hafa verið margbrotin á fjölmörgum félögum.
Bæði á félögum innan ASÍ og utan t.d. í félögum opinberra starfsmanna. Þessir aðilar hafa í gegnum tíðina haft óþolandi afskipti af kjaramálum kennara.
Þessu salek dæmi verður ekki neytt upp á félög með valdi, það verður að gera samninga um aðild félaga að slíkum samningum. Í þeim samningum verður einnig að vera heiðarleg ákvæði um hvernig einstök félög geta sagt sig frá slíku samkomulagi.
Það verður að taka tillit til þess, að flugumferðarstjórar eru ekki í verkfalli þeir hafa aðeins ákveðið að vinna ekki yfirvinnu.
Prófsteinn á Salek-samkomulagið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.