Póstþjónustan hefur skyndilega aukist í Grafarholti

  • Nú hefur það gerst trekk í trekk að inn í póstkassann minn hefur borist dagblað sem ég vil ekki fá í kassann

Kassinn er kyrfilega merktur með rauðu merki frá póstinum að ekki eigi að setja fjölpóst í kassann og síðan sérstakur miði frá mér eiganda kassans að ekki megi setja útgefin blöð í kassann.
mogginn

  • Nefnd eru dæmi um blöð sem ekki má setja í kassann og nefnd tvenn blöð ,,Fréttatíminn og Morgunblaðið". Allir virða þessi tilmæli nema Morgunblaðsdreifararnir
    *
  • Síðan ber Mogginn á borð fyrir mig lygar eins og sjá má hér á myndinni til hægri.
    *
  • Því Guðni eykur stöðugt fylgi sitt á meðan Davíð tapar stöðugt fylgi. Það eru bara staðreyndir 

Ef þessi útburður nú tengist forsetakosningunum er ég alveg viss um að fyrirhöfnin og dónaskapurinn missir algjörlega marks.

Ég reikna með því, að ég lendi í því að bera þessi öll blöð  út í bláu tunnuna í fyrramálið.

Fólk tekur ekki þessi blöð með sér og hendir þeim í Fréttablaðskassann. Það eru 8 íbúðir í stigahúsinu og ég er einn um að lesa fréttablaðið og koma því bara tvö blöð í kassann daglega. Kanski ég dreifi þessum blöðum um Hádegismóann á morgunn.

  • Það þarf ekki nema einn Mogga fullan af auglýsingum til að fylla kassann og þá kemst ekki nauðsynlegur bréfapóstur í póstkassann. Þetta er auðvitað einstakur yfirgangur

mbl.is Póstþjónusta mun skerðast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband