21.6.2016 | 20:06
Sagt án rannsókna og gagna
- Ég er ekki ESB sinni sem allir ættu að skilja vegna þess að ég gamall húsgagnasmiður.
Húsgagnaiðnaðurinn var ein af samkeppnis iðngreinunum á Íslandi sem var fórnað við inngöngu Íslands í EFTA.
Inngangan var algjörlega í þágu útgerðarinnar í landinu vegna væntanlegra tollalækkanna á fiskafurðum frá Íslandi. Bjarni Benediktsson sagði þessa aðild vera aukaaðild Íslands að EB.
Ég hef það á tilfinningunni að Bretland hafi unað sér illa í EFTA. Gamla heimsveldið var í raun jaðarsett í Evrópu og áhrifalítið þegar það stóð fyrir utan ríkjabandalagið.
Jafnvel Bandaríkin, gamla bandalagsríkið, snéru sér algjörlega að EB eða ESB því Bretland skipti á þessum tíma litlu máli í heimspólitíkinni.
Bretland er miklu áhrifameira innan ESB en fyrir utan það. Ekki kæmi mér á óvart að vart verði við klofnings tilhneigingar í stóra Bretlandi, því skotar og írar una sér betur í þessu faðmlagi á meðan ríkið er innan ESB.
Ég hef engar áhyggjur af viðskiptum við Breta þótt þeir hverfi úr ESB. Staða Bretlands mun veikjast gagnvart Íslandi.
Hvítir og eldri frekar með úrsögn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Breytt s.d. kl. 20:18 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.