22.6.2016 | 17:34
Klúður í ráðuneytinu
- Framhaldskólinn á ekki að stjórna námsmati í grunnskólum
eða innra starfi grunnskólanna
Varla hefur menntamálaráðuneytið ætlast til þess að skólarnir notuðu ekki töflureiknana til að reikna út einkunnir. Eða áttu bókstafirnir ekki að hafa neitt talnalegt gildi.
Síðan hafi hin ýmsu atriði í matsgerðinni misjafnlega mikið vægi sem fer eftir áherslum hvers skóla fyrir sig og út frá skyldum skólans að taka mið af einstaklingsgetu hvers nemanda.
Til útskýringar, að þá hafa allar námsgreinar margar undirgreinar sem hafa mismikið vægi í kennslunni og því hljóta einkunnir hverrar undirgreinar að hafa misjafnt vægi þegar að því kemur að gefa eina einkunn fyrir t.d. íslensku svo dæmi sé tekið.
- Þetta sem Jón Pétur Zimsen sagði í morgunútvarpinu er rétt og er t.d. grunnurinn að því að hægt sé að kenna list -og verkgreinar.
* - Allar list- og verkgreinar byggjast í grunninn á ákveðinni þekkingu á þessum breiðu greinum, síðan kemur verkleg færni, skapandi færni og gæðavitund.
Út á það skal kennslan ganga en um leið er færni lykilþáttur sem byggir á tækniþekkingu nemandans og færni til að nota rétta tækni sem grunnurinn til að geta náð færninni.
Þá kemur að skapandi þáttum greinanna, ekki dugir að hafa þekkingu og færni í lagi því ef skapandi þátturinn er ekki í lagi verður sú þekking að engu
Loks að gæðamálin, þ.e.a.s. að nemandin viti hvað sé vel gert og hvað ekki.
Allt þetta verður að fylgjast að svo nemandinn nái markmiðum sínum og hafi haft gagn af námi sínu.
Þetta eru einnig lykilþættir í öllu námi því allar greinar byggjast í raun á þessum sömu þáttum.
Síðan verða allir þessir þættir að vera mælanlegir og um leið túlkanlegir. Það verður að vera til kvarði sem mælt er með, annars verður ekkert mælt.
Misræmi í einkunnagjöf grunnskóla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Breytt s.d. kl. 18:30 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.