Segja þessar tölur allann sannleikann?

  • Hér fylgja mikið af gögnum um, umsamin laun stéttarfélaga bæði á almennum vinnumarkaði og hjá hinu opinbera.
    *
  • En svonefnd markaðslaun,laun sem greidd eru umfram umsamda launataxta stéttarfélagana eru ekki sýnileg.Vinnustaðasamningar. Kanski er ég bara sjónlaus

Stundum kallaðar yfirborganir sem er auðvitað vafasöm skilgreining. Það þekkist varla að fólk fái meiri laun en það vinnur fyrir á hverjum.

Ég fór á hundavaði yfir þessi gröf og varð ekki var við að markaðslaunin væru nefnd eða skilgreind. Það væri fróðlegt að það yrði gerð grein fyrir þessum markaðslaunum.

Síðan einnig fyrirbærinu að menn greidd laun fyrir svo og svo margar yfirvinnustundir án þess að þurfa að vinna þessa yfirvinnu. Ef þetta er ekki gert verður yfirlit harla gagnslítið.

Það væri býsna notarlegt að einhver gæti skýrt þetta út fyrir mér.

 
Laun á Íslandi hafa hækkað að jafnaði um 6,7% á ári síðastliðinn áratug. Frá árinu 2006 hafa laun því hækkað um tæp 80%.
RUV.IS
 

mbl.is Framhaldsskólakennarar hækka mest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband