Fasistar gera sig breiða síðustu misserin í Evrópu

  • Þetta ætti að vera gríðarlegt áhyggjuefni fyrir allan almenning í álfunni.

    Sérstaklega í Frakklandi.

Bastilludagurinn er undarlegt fyrirbæri í öllu þessu samhengi

franska byltingin

Hann er þjóðhátíðardagur Frakka og er til þess að minnast Frönsku byltingarinnar sem sagt er samheiti yfir miklar hræringar í stjórnmálum þar í landi sem stóðu sem hæst á árunum 1789 – 1795.

Bylting sem leiddi til aftöku Loðvíksins 16. einvaldsins í valdamesta konungsríki álfunnar árið 1793 og setningar stjórnarskrár. Eða þjóðarsáttmála. Þar kom Rousseau svo sannarlega við sögu.

Enda var það ein megin stoðin í hans kenningum, að kóngar og keisarar ættu að þjóna almenningi en ekki öfugt. Hraustlega mælt á þessum einveldistímum. Þannig hafði það alltaf verið, alþýðan var bara núll.

Enn starfa grunnskólar í vestur-Evrópu eftir kenningum hans, þ.e.a.s. eftir kennslufræði sem byggir á hans hugmyndum, gegn kenningum yfirstéttarinnar.

Stórnarskrá er sáttmáli sem gerir tvennt sem er að færa almenningi ákveðin réttindi og vald, einnig til að takmarka vald valdhafa þjóðarinnar. En til þess að að stjórnarskrá geti verið sáttmáli þjóðarinnar verður þjóðin að vera sátt, en ekki bara valdhafar.

  • Baráttan snérist um frelsi, jafnrétti og bræðralag.
Því er það mér algjörlega hulin ráðgáta hvernig það fer saman við þessi markmið almúgans að valdhafarnir sýni þeim á þessu degi mátt sinn og megin í París ár hvert, þar sem herinn og vald yfirvaldsins er sýnt í öllu sínu veldi.

Dagurinn síðan notaður til að tilkynna almenningi að enn fleiri hermenn verði sendir í hernað til Sýrlands. Þetta er ekki ákvörðun sem tekin er á augabragði því slíkt tekur langan tíma í undibúningi

Opinber hátíðarhöld snúast um allsherja hersýningu þar sem morðtólin eru sýnd í sinni margvíslegustu mynd sauðsvörtum almúganum. 

  • Sérstaklega hljóta þessar sýningar stjórnvalda á valdi sínu að vera erfiðar fyrir innflytjendur í Frakklandi sem koma flestir frá fyrrum nýlendum frakka þar sem hrein kúgun var aðalsmerki frakka.
    *
  • Frönsk herfylki eða málaliðar fóru ekki sérlega mjúkum höndum fólkið í þessum löndum 

Þetta fer ekki saman með kjörorðunum – frelsi – jafnrétti – bræðralag.


mbl.is Vill að ráðherrann segi af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband