Er uppreisn almennings í uppsiglingu?

  • Er almenningur að rísa upp gegn ofríki lögreglunnar víða í Bandaríkjunum?

byssufólk í USA

Það merkilega er, að ekkert er minnst á múslima í þessum fréttum. Þeir eru gjarnan gerðir að blórabögglum síðustu misserin.

Það var a.m.k. sláandi þarna í Dallas um daginn þegar lögreglan ætlaði að grípa til hólkanna. 

Sáu lögreglumenn að allt í kringum þá stóð sauðsvartur almúgurinn, allir með vélbyssur í höndum. Löggumenn urðu bara að leggja niður rófuna og forða sér, en ekki án fórna.

byssulöggur í USA

 

Eitthvað er að fara úrskeiðis í fyrirheitna landinu? 

Greinilegt er að ofbeldi gagnast ekki endalaust til kúgunar. 

RÚV segir að Þrír lögreglumenn hafi verið skotnir í borginni Baton Rouge í Louisiana-fylki í Bandaríkjunum nú rétt í þessu, eða um níuleytið í morgun að staðartíma.

Lurkur er þetta. 


mbl.is Þrír lögreglumenn skotnir til bana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Við frekari morð á lögregluþjónum verða viðbrögð alríkisstjórnarinnar þau að setja á herlög, án þess að spyrja almenning.  Líklega styttist í það.

Kolbrún Hilmars, 17.7.2016 kl. 17:11

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Eins og er er þetta ekkert allur almenningur.  Bara smá deild þeirra.

En það þarf engin herlög: bara banna skotvopn, og þá er hægt að byrja kúgunina fyrir alvöru.

Það hefur alla tíð þótt sjálfsagt meðal yfirvalda um allan heim að plaffa á óvopnaða borgara.  Miklu vinsælla en að plaffa á vopnað fólk.

Ásgrímur Hartmannsson, 17.7.2016 kl. 17:38

3 identicon

ég er byrjaður að taka þátt i uppreisn gegn eylitunni geri það með tönnunum og peningaveskinu,vesla ekki við alþjóða fyrirtæki ef ég mögulega kemst hjá því

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 17.7.2016 kl. 23:08

4 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Segðu Frökkum að banna skotvopn sé svarið við ódæðisverkum sem hafa verið framin í Frakklandi.

Samkvæmt athugasemd Ásgríms Hartmannssonar þá er næsta skref í Frakklandi að banna ökutæki.

Kveðja frá Seltjarnarnesi

Jóhann Kristinsson, 18.7.2016 kl. 07:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband