18.7.2016 | 15:12
Ekki er allt sem sýnist, í mörgum viðskiptum
- Í svona málum er alltaf erfitt að sýna greiðslurnar sem fara framhjá vigt.
En það eru einmitt atriðin sem skipta mestu um hvort einhverjir viðskiptaaðilar nái fram markmiðum sínum í frumskóginum.
M.ö.o. svartir peningar sem renna til beint þeirra sem eru stjórnendur. Það hefur líklega ekki verið nóg að bjóða svart kaffi.
Yfirleitt í gegnum einhverja tengiliði sem skapa sýndarviðskipti sem einhver neðanjarðar eða erlendis kemur að málum fyrir hönd þess sem raunverulega þiggur gjöfina að lokum.
Ég er ekkert að fullyrða um þessi mál í flugstöðinni. En aðferðir sem þessar hafa í gegnum tíðina verið landlægar á Íslandi þegar einkafyrirtæki vilja ná viðskiptum eða viðskiptavild og opinberir aðilar ráða sköpum um hver fær hnossið.
- Já mútur, eru snar þáttur í íslensku viðskiptalífi.
En það er flott hjá Aðalheiði Héðinsdóttur að láta finna fyrir sér. Rétt skal vera rétt og hingað til hefði maður haldið að öll gögn ættu að vera sýnileg fyrir útboð og eftir að niðurstaða er fengin.
- Í rekstri opinberra fyrirtækja á ekkert að vera í felum.
Kaffitársgögnin athyglisverð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Breytt s.d. kl. 15:19 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.