24.7.2016 | 13:29
Það hafa orðið gríðarlega viðhorfsbreytingar á Íslandi
- Jafnvel hörðustu virkjunarsinnar meðal stjórnmálamanna
hafa verið snúast umhverfinu í vil.
* - Enda hafa viðhorf almennings gjörbreyst í þessum efnum.
Þegar kemur að umhverfismálum, jafnvel dómsstólar eru farnir að dæma náttúrunni í hag. Náttúruverndarsinnar hafa greinilega lært að vinna með gildandi lögum þannig að lögin eru túlkuð á annan veg. Einnig er að fjöldi fræðimanna er starfandi meðal náttúruverndarsinna.
- En auðvitað hefur ósvífin framkoma álverana breytt skoðunum almennings.
* - Tínsla Fjallagrasa skila þjóðinni meiri arði en álver.
Nú hefur Héraðsdómur Reykjaness fellt úr gildi framkvæmda-leyfi sem sveitarfélagið Vogar gaf út til Landsnets vegna Suðurnesjalínu 2.
Landsneti bar að setja framkvæmdaáætlanir í umhverfismat og kynna stjórnvöldum og almenningi. Það var ekki gert og því er framkvæmdaleyfið ógilt.
Sífellt meiri andstaða er meðal þjóðarinnar um frekari stóriðju uppbyggingu. Því er þessi mikla umfjöllun m.a. RÚV um framkvæmdir á Þeistareykjum og á Bakka á Húsavík alveg með ólíkindum.
Svo virðist sem sjónvarpsstöðvarnar séu einhverri keppni um hvor stöðin fjalli meira um þessa ósvinnu. Maður spyr sig auðvitað hvort stóriðjuaðallinn standi þarna á bak við.
En stéttarfélagið a Húsavík reynir sem það getur að standa sig vel í vörslu á réttindum þessa erlenda fólks sem kemur til að starfa við virkjunina.
Maður hefur það sterklega á tilfinningunni að margir þessara verkamanna séu í raun þrælar. Að það séu gíslar í heimalandi þessara manna.
- Verkefni stjórnvalda næstu misserin er þetta, ekki gengur að selja orkuna til útlanda eða erlendum fyrirtækjum þegar við eigum óleyst verkefni heima fyrir eins og þetta, ásamt fiskimjölsverksmiðujum.
Skemmtiferðaskip sem er 250 metrar að lengd losar jafn mikinn koltvísýring og 83.678 bílar á ársgrundvelli (árið 2012). Losun brennisteins er á við 421.153 bíla og losun brennisteinstvíildis frá skipi af þessari stærð er jafn mikil og frá 376.030.220 bílum. -- Á höfuðborgarsvæðinu voru 133.679 fólksbifreiðar á skrá árið 2015.
Framkvæmdaleyfi vegna Suðurnesjalínu ógilt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Breytt s.d. kl. 14:51 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.