Fordómar í umræðunni

  • Sterk og mikilvæg skilaboð

Orð í tíma töluð. Ingólfur Sigurðsson knattspyrnumaður vakti mikla athygli þegar hann steig fram árið 2014 og lýsti því hvernig er að lifa með kvíðaröskun.

Hann segir í blogg færslu sem Stundin birtir:
„Ég er geðsjúklingur – sem getur verið bara ansi fínt svona inn á milli – og ég þekki fullt af öðrum geðsjúklingum. Þessi hatramma barátta við sjálfið reynist fólki erfið – óáþreifanlegur sársauki og hávær alsæla – sífellt að reyna miða sig við rúðustrikað samfélagið og staðsetja sig öðru hvoru megin við línuna“.

M.ö.o. rauðhærðir eru ekki hættulegri en þeir sem eru dökkhærðir. Heldur ekki þeir sem eru grannir eða nota gleraugu.

Áfram heldur Ingólfur síðar í færslunni og segir m.a.:
„Það er óhugnaleg bylgja voðaverka í heiminum og eins og gefur að skilja flytja fjölmiðlar fréttir af ódæðunum. Þegar komið er í ljós hve margir hafa fallið eða særst beinast spjótin að árásarmanninum sem er krufinn til mergjar.

Þá er jafnan brýnast að segja frá því að maðurinn hafi verið geðsjúkur og jafnvel þurft á einhverjum tímapunkti æviskeiðs síns að leggjast inn á geðdeild til skamms tíma. Ef maðurinn er ekki múslimi, þá hlýtur hann nú að vera geðsjúkur. Ráðgátan leyst, eða hvað?“

Þessar ábendingar eiga erindi inn í íslenskt samfélag, það virðist vera hópur fólks á Íslandi sem reynir að halda á lofti fordómum eins og þeim sem Ingólfur dregur hér fram í dagsljósið.

Takk fyrir Inólfur.

Ég hef alla mína ævi verið frekar þungur á vigtinni, heldurðu að ég sé e.t.v. hættulegri en aðrir af þessum sökum?

 
Ingólfur Sigurðsson knattspyrnumaður vakti mikla athygli þegar hann steig fram árið 2014 og lýsti því hvernig er að lifa með kvíðaröskun. Undanfarin ár hefur hann skrifað…
STUNDIN.IS
 

mbl.is Réðst að fólki með sveðju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband