Sýndarmennskan ríður ekki við einteyming

  • Það er ansi mikill popparabragur á þessu máli frammara.

Í gamla daga eða upp úr 1976 þegar við margir í verkalýðshreyfingunni mótmæltum þeirri verðtryggingu sem sett voru á öll lán sem launafólk var háð. Til að nýta sér í lífbaráttu sinni er fólst í því að koma þaki yfir fjölskylduna.

  • Áfram voru lán til fyrirtækja-reksturs óverðtryggð og vextir lægri

Við höfðum auðvitað áhyggjur af þessum nýju viðhorfum sem komu fram hjá seðlabankastjóranum Jóhannesi Norðdal. Er sagði einnig, að ef bankar geta verðtryggt öll lán þurfa bankavextir ekki að verða nema 1% til 1,5%.

Það er ekki fyrr en með ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar 1983 (þá forsætisráðherra og Þorsteinn Pálsson fjármálaráðherra) Að bannað var að verðtryggja kjarasamninga sem fjandinn varð laus. (Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur)

  • Það hafði verið ríkjandi sjónarmiðið að verðtrygging lána og verðtrygging launa ættu að fylgjast að og fara eftir sömu vísitölu. Ef húsnæðislán ættu að vera verðtryggð.
    *
  • Það var sjónarmið í verkalýðshreyfinunni og einnig Bjarna Benediktssonar fyrrum forsætisráðherra. Lögin sem sett voru í maí 1983 varð skaðvaldurinn og er enn.

Þá voru vextir gefnir frjálsir er þýddi að hin minnsta hreyfing á launakjörum hjá lægst launaða fólkinu í landinu, hækkuðu húsnæðis- og bankavexti sjálfvirkt. Allt verðlag hækkaði síðan í sama takti og mjög oft í miklu hraðara tempói, því verðlag er almennt frjálst.

Eina leiðin til að breyta þessu, er nokkuð sem telst vera algjört bann að nefna, en er hið eina sem hefur raunveruleg áhrif. Það er að setja lög um hámarksvexti á húsnæðislánum ef lán eru verðtryggð verði aldrei hærri en 2%.

Þ.e.a.s. á lánum sem duga venjulegu launafólki til að kaupa þriggja herbergja íbúð í höfuðborginni. En lán þar yfir gæti verið á markaðsvöxtum. Allt annað er sýndarmennska.

Það þarf alls ekki að vera hlutverk stjórnvalda að veita hærri lán til húsnæðiskaupa eða til að byggja leiguhúsnæði. Það er engin félagsleg þörf á slíku.

Að vísitalan á þeim lánum tæki mið af þróun kjaramála á hverjum tíma. Til viðbótar þessu er eðlilegt að til staðar væru félagslegar úrlausnir þar sem lán væru verðtryggð en vextir frá 1/2% fyrstu 5 árin en hækkuðu síðar í takti við eðlileg lífskjör láglaunafólks.

Vextir yrðu venjulegir þegar laun fólks væri komin að ákveðnum mörkum. Framsóknarflokkur og Sjálfstæðis-flokkur afnámu félagslega húsnæðiskerfið.

Vextir af öðrum lánum yrðu áfram frjálsir. 

Ef það það má hafa lög í landinu sem banna að verðtryggja kjarasamninga getur ekki verið óeðlilegt að einnig séu lög um hámarksvexti á húsnæðislánum til kaupa minni íbúða sem áður segir hér. 

Það er hið eina sem dugir, allt annað er sýndarmennska og augnaþjónusta. Þessi leið er líklega ódýrari en sú sem nú farin. Sem er að ríkið niðurgreiði vexti einkabankanna með vaxtabótum

  • Almennt vill launafólk greiða til baka þau lán sem það tekur.  
Mynd með færslu
 
Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi, vill að lagt verði fram þingmannafrumvarp á haustþingi um afnám verðtryggingar. Sjálfstæðismenn hafi stöðvað málið í ríkisstjórn.

mbl.is „Þetta er dæmi um loddaraskap“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband