Góð ákvörðun

  • Það verður væntanlega gott fyrir lýðræðið ef Vigdís kærir þá til lögreglunnar sem haldið hafa uppi níðskrifum um hana og hennar störf.

Þótt ég hafi nánast aldrei verið sammála henni í nokkrum málum og hafi öndverða skoðun á mörgu sem hún hefur unnið að undanfarin ár hef ég ekki leyft mér að skrifa níð um þessa konu.

Vigdís Hauksdóttir

Vigdís hefur aldrei að ég held sparað stóryrðin svo það hlýtur að vera erfitt að dæma um þessi skrif sem beinast gegn henni.

En fólk verður að geta borið virðingu fyrir öðru fólki jafnvel þótt þér finnist að viðkomandi hafi ekki alltaf hagað sínum málflutningi eftir boðlegum leiðum.

Það verður að gera miklar kröfur til þingmanna.  Þeir eru ekki hver sem er.


mbl.is Vigdís kærir níðskrif á netinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

Ég þoli ekki Vigdísi og finnst hún með snarklikkaðar skoðanir, og ég hef líka alveg kallað hana margskonar nöfnum en ég hef samt aldrei borið á hana sakir, aðeins brugðist við ofstækinu og ruglinu sem hún hefur sent frá sér. Ég styð hana fullkomlega í þessari kæru enda er þetta níð, lýsir að ég tel viðbjóðslegum karakter þess sem nú hefur verið kærður. Vigdís er skör ofar en sá aðili. Vonandi fyrirgefst mér að nota "stóryrði", ég hugsa bara svona.

halkatla, 27.7.2016 kl. 19:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband