Það ofbauð mörgum forsetaframboð Davíðs Oddssonar

  • Jafnvel flokksystkinum hans var algjörlega ofboðið. 

Ríkisendurskoðandi segir að meira tjón hljótist af tæknilegu gjaldþroti Seðlabankans en Icesave, verði heimtur Landsbankans eins og spáð er.

Davíð oddsson

Að minnsta kosti 175 milljarðar króna munu lenda á íslensku þjóðinni vegna ástarbréfa Seðlabankans.


Föllnu bankarnir öfluðu sér lausafjár með lánum frá minni fjármálafyrirtækjum sem aftur fengu lán frá Seðlabankanum gegn ótryggum veðum. Þessi bréf hafa verið kölluð ástarbréf.

Í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar segir: spyrja má hvers vegna Seðlabankinn brást ekki fyrr við þessum leik bankanna og herti kröfur um veð gegn lánum til minni fjármálafyrirtækja.

Að mati Ríkisendurskoðunar hefði það getað dregið úr því tjóni sem varð eftir fall bankanna. Heildarfjárhæð krafnanna nam 345 milljörðum.

Tap bankans vegna þeirra nam 75 milljörðum en ríkið tók 270 milljarða yfir. Af þeirri fjárhæð voru 175 milljarðar færðir til gjalda hjá ríkinu.

„Að minnsta kosti þessir 175 milljarðar sem búið er að færa til gjalddaga hjá ríkissjóði mun að stærstum hluta lenda á íslensku þjóðinni," segir Sveinn Arason, ríkisendurskoðandi

Er tæknilegt gjaldþrot Seðlabankans stærri en Icesave?

„Það fer eftir því hve mikið af eignum Landsbankans gengur til baka en við getum sagt ef það verður í kringum 85-95% þá er þetta meira tjón en höfuðstólinn af Icesave skuldbindingunni," segir Sveinn.


Af þeim lánum sem ríkissjóður yfirtók má áætla að 51 milljarður króna sé með trygg veð en verðmæti annarra lána er óljóst. „Lán eiga að vera veitt með tryggum veðum," segir Sveinn.

  • Það voru Svavar samningar sem gerðu útslagið um að allt fór vel vegna Icesave.Þeir björguðu því sem bjargað varð og gerðu ráð fyrir að eigur slitabús bankans greiddu skuldina.
    *
  • Og þannig fór það einmitt.
    *
  • Eignir Landsbankans kláruðu Icesave en þjóðin sat uppi með hundruð miljarða af óstjórn Seðlabankans.
    *
  • Aðaltjónið af Icesave var bólgin bullumræða.
    *
  • Ríkisendurskoðandi hafði rétt fyrir sér.
    *
  • Miðaði að vísu við 85-90 prósent endurheimtur af eignum Landsbankans;
    *
  • endurheimtur urðu sem sé betri og samanburðurinn þvî enn óhagstæðari fyrir Seðlabankann og AÐALbankastjórann.
  • Um sum mál er ekki fjallað á þessum miðli

Ákveðnir stjórnmálamenn vilja gjarnan gleyma tilraunum Geirs Haarde, Baldurs Guðlaugssonar og síðar Bjarna Benediktssonar.

Þegar þeir reyndu að fá Alþingi til að samþykkja frumvarp þeirra fyrrnefndu um samninga sem þeir gerðu um Icsave.

Samningar Geirs og Baldurs gerðu ráð fyrir að þjóðin borgaði skaðann af Icesave á örstuttum tíma og með ofurháum vöxtum


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband