13.8.2016 | 14:06
Vaxandi líkur á því að Sigmundur Davíð nái ekki kjöri
- Ljóst er, að hörð átök eiga sér stað baksviðs í Framsóknarflokknum.
* - A.m.k. ef Sigmundur Davíð ætlar sér að verða leiðtogi þessa flokks áfram.
* - Nema að plottið gangi út á það innan flokksins, að hann fari gegn Eygló í suðvestur er skapar klofningshættu.
Það er dagljóst að Eygló gengur um bratt einstigi í Framsóknarflokknum.
Hún er í raun eini núverandi þingmaður flokksins sem hefur reynt að feta slóð félagshyggjunnar sem ekki hefur tilkynnt um að til standi að hætta á þingi.
Það er enginn einhugur um
formanninn í norð-austurkjördæmi
og jafnvel er þar mikið andstreymi gegn Sigmundi Davíð.
Gunnar Bragi og Ásmundur Einar hafa verið hans nánustu samstarfsmenn og varla hjólar hann í þá til viðbótar kemur Lilja sem ætlar sér í Reykjavík suður.
Hann á ekki séns gegn núverandi forsætisráðherra.
Það verður fróðlegt að sjá hvar kraftaverkamaðurinn ætlar sér að bera niður. Eitt er þó mikilvægt að hafa bak við eyrað, að hann á lítið fylgi á höfuðborgarsvæðinu.
Eins og staðan er nú verður hann að berjast hart fyrir sæti á vænlegum framboðslista og miklar líkur á því að hann komist ekki á þing.
Enginn flokksmaður segir opinberlega að hann ætli gegn honum á landsfundi. En um leið er ljóst, að enginn ætlar sér að gefa honum rými á framboðslista.
Tekist á um oddvitasætin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Breytt s.d. kl. 17:48 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.