2.9.2016 | 09:22
Lýðskrumarar njóta sín vel þessa daganna
- Nú væri mikilvægt að leggja fram frumvarp um að taka upp nýtt skattþrep sem lögð eru á árslaun sem fara t.d. yfir 15 milljónir. Mætti hugsa sér 70% tekjuskatt á þann hluta launa sem fara yfir þau mörk.
* - Það yrðu að vera almenn skattalög. Það eru allmargir með slík árslaun sem þeir vinna ekki fyrir. Væntanlegir bónusþegar myndu þá greiða skatt af þessum launum.
* - En það er ljóst að gammaflokkarnir munu ekki samþykkja slíkt skattþrep. En málflutningur þeirra í tengslum við þessa ofur bónusa er auðvitað algjör sýndarmennska og skrum til þess ætlað að ganga í kjósendur.
Árangurinn er óviðunandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Breytt s.d. kl. 09:23 | Facebook
Athugasemdir
Hvad er sambaerileg skattprosenta í Nordurlondunum sem hid gulla velferdarkerfi er vid lidi? NB londum sem hafa efni a ad reka slikt kerfi thott utlendingar saeki ordid mjog stift i thessi lond til thess eins ad komast a spenann a kostnad skattborgaranna. Their byrja strax ad stunda glaepastarfssemi eins og naertaek daemi sanna i Danmorku thar sem glaepamadur og innflytjandi saerir lifshaettulega logregluthjon vid skyldustorf
Maria (IP-tala skráð) 2.9.2016 kl. 11:15
Lítið mál er að vera með heimili skráð og skattgreiðslur erlendis. Og fjármálafyrirtækjum er í lófa lagið að greiða launin í hvaða landi sem er. Vinnan fer mest fram gegnum síma og tölvu og er því ekki bundin við stöðuga viðveru starfsmanns í ákveðnu landi.
Mundir þú leigja þér herbergi í Berlin ef þú græddir á því milljón eða 50 milljónir á ári?
Á e.t.v. að banna útlendum aðilum að greiða Íslenskum hærri laun en almennt gerast á Íslandi og skylda Íslensk fyrirtæki til að halda sig við taxtakaup? Værir þú að tapa miklu ef útlendingur borgaði þínum nágranna milljónir á mánuði?
Espolin (IP-tala skráð) 2.9.2016 kl. 16:31
Hér bendir Espolin á auðvelda leið til að fara framhjá íslenskum hagsmunum. Ég veit reyndar að til eru fleiri leiðir til fara aftan að íslensku samfélagi. Rétt eins og var óhugnanlega algengt fyrir hrun þegar stofnuðu einkafyrirtæki utan um sjálfan sig og fjölskyldu sína og voru sjálfir bara eigendur að eignarhaldsfélögum.
Það hafa alltaf verið til margar leiðir til að svíkja sína eigin þjóð.
En umræðan um bónusfólkið var vott um mikla sýndarmennsku hjá mörgum. Það verður bara að viðurkenna það.
Á Íslandi eru bónusgreiðslur algengar í mörgum starfstéttum og almennt er talið að bónus- akkorðs eða önnur ábatakerfi sem eru mjög algeng og fari ábatinn niður fyrir 20% virkar fyrirkomulagið ekki. Svo nefnd markaðslaun er hluti af þessu ábatakerfi.
Ég vil gjarnan nefna starfsgreinar þar sem bónus- og akkorðskerfi eru algeng. Hlutakerfi sjómanna er slíkt fyrirkomulag þar sem ábatinn flýgur langt yfir öll slík mörk. Laun sjómanna eru oft himinhá af þessum sökum á kostnað almennings. Sama má segja um bónuskerfi í fiskvinnslu sem skorar miklu hærra en launataxtar.
Byggingariðnaður þar sem uppmælingin skilar miklu meiru og það sem meira er, að það er almenningur sem ber þann kaupauka. Ekki bara í dýrara og oft í gölluðu íbúðarhúsnæði almennings heldur einnig í því að halda uppi vöxtum á Íslandi.
Bónus er algengur í fjölmörgum iðngreinum og í verslun.
Það myndi teljast undarlegt ef samþykkt yrðu lög á Íslandi sem banna kaupauka í einni starfsgrein, en ekki í öllum starfsgreinum.
En það öruggt að aldrei myndi nást sátt um slík lög ef þau ættu að ná til allra starfsgreina þótt þau væru mjög sanngjörn að mati opinberra starfsmanna sem aldrei njóta slíkra starfskjara.
Kristbjörn Árnason, 2.9.2016 kl. 21:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.