Það er ekki gaman af guðspjöllunum

  • Það er greinilegt að ekki geta allar starfstéttir verið á lista hjá pírötum.
    *
  • Hvers eiga smalar að gæta?
    *
  • Sagt er að Þórður sé gamall smali að atvinnu og að innsta eðli.
    *
  • Það er ljóst að hann á miklu frekar heima í Framsóknarflokknum.
    *
  • Þar eru smalar algengir á framboðslistum.
    *
  • En orðið smali er fallegt alþýðumál, en biblíuþýðingum var tekið upp orðið fjárhirðir
    *
  • Miklu lengra og virðulegra orð, m.ö.o. féhirðir.
    *
  • Síðan hefur verið talað um fé án hirðis.
    *
  • Allir vita, að á fyrri öldum fyrir daga gaddavírsins vildi fé fara út í buskann ef enginn smali gætti hjarðarinnar.
  • Hann verður bara að gæta sín á því að segja ekkert um vaxtarlag manna.

Bjössi bolla


mbl.is Íhugar stöðu sína innan flokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Jú Kristján, Guðspjöllin eru mjög áhugaverð og hef ég alla vega gaman af þeim og fæ mikið út úr þeim.

Hins vegar virðast Píratar og Vinstri grænir ekki hafa gaman af útkomum í prófkjörum þeirra í NV-kjördæmi. Báðir flokkar vilja láta kjósa aftur, minnir óneitanlega á ESB, þegar niðurstaðan er ekki rétt þá er kosið þar til rétt niðurstaða fæst. Er það ekki?

Tómas Ibsen Halldórsson, 2.9.2016 kl. 23:10

2 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Það er satt, það er eitthvert vandamál hjá einnig. Það ekki í fyrsta sinn. 

Kristbjörn Árnason, 2.9.2016 kl. 23:12

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Tómas. Þér til upplýsingar þá er þetta ekki gert svona af neinum geðþótta, heldur er beinlínis kveðið á um staðfestingarkosningu í þeim reglum sem gilda um prófkjörið. Eðli málsins samkvæmt getur útkoma staðfestingarkosningar annaðhvort verið samþykki eða að listinn sé felldur og þá þarf að kjósa aftur til að geta raðað öðruvísi. Einhverjum kann að koma þetta spánskt fyrir sjónir, á meðan öðrum finnst þetta fyrirkomulag geta stuðlað að því að útkoman sem á endanum fæst verði sú sem flestir eru sáttir við. Þess vegna er ekki hægt að bera þetta saman við ESB því þar er ekki neitt til að endurraða þangað til "betri" útkoma fæst heldur er aðeins hægt að ákveða hvort skuli undirgangast allt regluverk ESB eða ekki og það er ekki umsemjanlegt.

Guðmundur Ásgeirsson, 3.9.2016 kl. 01:20

4 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Einmitt Guðmundur, ef rétt niðurstaða fæst ekki strax í upphafi þá á bara að halda áfram þar til rétt niðurstaða fæst. Þetta liggur í augum uppi, svona er það í ESB.

Tómas Ibsen Halldórsson, 3.9.2016 kl. 01:46

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Tómas. Hvernig færðu það út að ákvarðanataka um röðun tiltekins fjölda aðila í heppilega röð sé sambærileg því að taka afstöðu til þess hvort ganga skuli í fjölþjóðlegt ríkjabandalag eða ekki?

Guðmundur Ásgeirsson, 3.9.2016 kl. 02:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband