Hver og einn hefur sín viðmið í kjarasmningum.

  • Sveitarfélögin hafa sín, með Reykjavík í broddi fylkingar sem er sennilega skelfilegasti atvinnurekandi landsins.

En Reykjavík rekur láglaunastefnu af verstu gerð og hefur alltaf gert það. Síðan eru önnur sveitarfélög að pukrast við að greiða sínu fólki betri laun auk ýmissa fríðinda.

Inga Rún Ólfasdóttir, sviðstjóri kjarasviðs sambands sveitarfélaga, segir það vonbrigði að eftir langar samningaviðræður hafi kennarar í Kennarasambandi Íslands fellt kjarasamning öðru sinni í gær.

Hún segir að samninganefndir hafi gegnið mjög langt í að mæta kröfum félagsins. Næstu skref séu að setjast niður með félaginu og reyna að greina stöðuna.

Formaður Félags grunnskólakennara nýtur ekki trausts meðal grunnskólakennara almennt. Kennarar eru óánægðir með störf hans í kjaramálum. En það er fámennur hópur fólks sem kýs þennan mann til forystu ár eftir ár.

Þá er ljóst, að eftirlaunamenn njóta ekki eingreiðslna nema um þær sé samið sérstaklega.  Eingreiðslur hafa ekkert gildi, það sem skiptir máli eru eðlilegar launahækkanir.

 
Inga Rún Ólfasdóttir, sviðstjóri kjarasviðs sambands sveitarfélaga, segir það vonbrigði að eftir langar samningaviðræður hafi kennarar í Kennarasambandi Íslands fellt kjarasamning öðru sinni í gær. Hún segir að samninganefndir hafi gegnið mjög langt í…
RUV.IS
 

mbl.is Snýst fyrst og fremst um krónutöluna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Þetta er rétt, Kristbjörn.  Eftirlaun opinberra starfsmanna miðast við dagvinnu.  Það er þannig lagað séð lítil fyrirhyggja að hafa dagvinnulaunin lág, hversu miklar sem aukasporslurnar reynast í kjarasamningum.

Kolbrún Hilmars, 6.9.2016 kl. 13:41

2 identicon

Mikið gleður hjarta gamals manns, að þið fólk á besta aldri, skuluð vera tilbúin að greiða hærri skatta, til að koma til móts við kennara, sem ganga sér til húðar hvern dag og hafa samt vart til hnífs og skeiðar... cry

Þjóðólfur í Skattaskarði (IP-tala skráð) 6.9.2016 kl. 19:56

3 Smámynd: Kristbjörn Árnason

ég er tilbúinn til þess. En ég er ekki ánægður með að lækka veiðigjöldin svo ég verði að greiða hærri skatta af þeim sökum.

Kristbjörn Árnason, 6.9.2016 kl. 20:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband