23.9.2016 | 20:43
Báðir foringjar stjórnarflokkanna reyndu að ljúga að þjóðinni í gær
- Fjármálaráðherra fór með ósannindi í gær.
* - Sjálfstæðisflokkurinn uppfyllti ekki kosningaloforð sitt um afnám
tekjutengingar ellilífeyris.
Þá hefur þjóðin orðið vitni að því, að báðir fulltrúar ríkisstjórnarflokkanna reyndu að ljúga að þjóðinni. Á fysta degi kosningabaráttunnar.
Jafnframt er ekki rétt að Sigríður Hagalín Björnsdóttir, umsjónarmaður leiðtogaumræðnanna í gær, hafi farið með rangt mál þegar hún beindi spurningu um málið til Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra.
Hún fór einnig með rétt mál þegar hún spurði Sigmund Davíð um aflandeyjamálin. En Sigmundur Davíð reyndi að ljúga sig frá málinu.
- Þá varð þjóðin vitni að því í dag þegar Sigmundur Davíð reyndi að ljúga að þjóðinni einhverri vitleysu um innihald fundsins hjá þingflokki Framsóknarflokksins.
Hann breytti um svip, þegar hann tók til lyganna.
- Í grein Stundarinnar er bréfið fræga sem Bjarni sendi kjósendum fyrir síðustu kosningar.
Stjórnmálamenn verða að segja satt. Hér eru leiðréttingar á þremur rangfærslum Sigmundar Davíðs í leiðtogaumræðunum á RÚV í gær:
1. Það er rangt hjá Sigmundi að hann hafi aldrei átt aflandsfélag. Hann átti aflandsfélagið Wintris Inc. með konu sinni til ársloka 2009. Tekjur af fjármagni eru í skattalegu tilliti sameiginlegar hjónum og eignin sömuleiðis.
2. Það er rangt hjá Sigmundi að Tortóla sé ekki skattaskjól. Tortóla er skattaskjól. Skattaskjól eru landsvæði sem ekki leggja á tekjuskatt eða mjög lágan. Tvísköttunarsamningur við Bresku Jómfrúreyjar er takmarkaður og nær ekki til félaga eins og Wintris Inc. Upplýsingaskiptasamningurinn er að undirlagi OECD gerður við ríki sem teljast skattaskjól og er öfugt við það sem Sigmundur heldur fram staðfesting á því að Tortóla er skattaskjól.
3. Það er rangt hjá Sigmundi að hann hafi sýnt fram á rétt skattskil vegna Wintris Inc. Þau skjáskot úr excelskjali sem Sigmundur hefur lagt fram sanna ekki neitt í þeim efnum. Skattyfirvöld eru ein bær til þess að meta hvort skattskil og skattlagning er rétt. Til þess þurfa þau að fá allar upplýsingar sem kveðið er á um í lögum og reglugerðum. Eina leiðin til að sýna fram á rétt skattskil vegna Wintris Inc. er að birta ársreikninga félagsins og skattskýrslur þeirra hjóna. Það hefur ekki verið gert og á meðan svo er getum við ekki vitað hvort Sigmundur og kona hans greiddu skatta af Wintris Inc. í samræmi við íslensk lög. Rangfærslur Sigmundar eru vanvirðing við fólkið í landinu. Kjósendur eiga heimtingu á því að kjörnir fulltrúar segi satt og rétt frá. (Svandís Svavarsdóttir.)
Ólöf og Guðlaugur leiða í Reykjavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.