Einræðis tilburðir

  • Það hefur alltaf verið hægt að finna viðeigandi línustæði sem hefði verið í sátt við almenning í Þingeyjasýslum.
    *
  • En einræðis-fyrirtækin Landsnet og Landsvirkjun hirða ekkert um vilja almennings og hafa aldrei gert ótilneytt.

Einræðis tilburðir er það stjórnarfar sem einkennir núverandi stjórnvöld.

Þeistareykir

Kröfur sveitastjórna í Þingeyjarsýslum um stóriðjuuppbyggingu hafa árum saman einkennst af stórkalla brölti og svartsýni á eigin getu í atvinnumálum.  

Ekki má gleyma því að það voru einmitt fólk úr núverandi stjórnarflokkum sem stóðu að Alcoa álverinu (360 þús tonn)og Kárahnjúkavirkjun. Ásamt gríðarlegum náttúruspjöllum og fjárhagslegum skaða fjölmargra fjölskyldna.

Sömu aðilar ætluðu sér að byggja upp álíka stórt álver (360 þúsund tonna álver) við Húsavík, en það vantaði orku í landsfjórðunginn.

Þessu fólki virðist vera nákvæmlega sama um auðævi almennings á þessu svæði sem felast í náttúru svæðisins sem þegar tryggir almenningi mikilvæg störf fyrir alla.

Fyrirtækin Landsnet og Landsvirkjun fá að vaða yfir allt og alla eins og hver önnur stærstu tröll þjóðsagnanna. Þar sem steinrunnið hugarfar frjálshyggjunnar ræður algjörlega ríkjum.

Það hefur komið í ljós að Ragnheiður Elín Árnadóttir hikar ekki við að fara heldur frjálslega með sannleikann þegar hún í tjónkar endalaust við erlend stórfyrirtæki.

Hún talar um árangurslausar samningaviðræður sem aldrei fóru fram nema við flokksfélaga hennar og Framsóknarmenn í þessum sýslum sem sýndu einstakt siðgæði með því að kjósa Sigmund Davíð sem leiðtoga.

Auðvitað ræddi hún ekkert við almenning sem kærði yfirgang og frekju Landsnets. Nú hefur á komið á daginn, að auðvelt hefur verið að finna viðunandi lausn á línustæði sem færi framhjá friðuðu landi.

Ekki má gleyma þeirri staðreynd, að erlendu stóriðjufyrirtækin skila þjóðinni engum arði.

Landsnet hefur heldur  ekki séð sóma sinn í því að taka  niður línulagnir sem hæstiréttur hefur dæmt ólöglegar.  


mbl.is Ekki var haft samband við Fjöregg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband