Skatta undanskotin

  • Ásmundur G Vilhjálmsson, skattalögfræðingur og kennari við Háskóla Íslands varpaði skýru ljósi á það hvernig erlendir aðilar sem eiga fyrirtæki á Íslandi koma sér hjá því að greiða skatta á Íslandi, í Kastljósi.
    *
  • Allt samkvæmt íslenskum lögum að sagt er.

Benti hann á, að með gildandi lögum væri í raun hægt að leggja skatta á þessi fyrirtæki og benti á lagagreinina sem þarf að nýta. En benti á um leið, að styrkja yrði skattayfirvöld af stjórnvöldum og þjóðinni til þess að skattayfirvöld hafi getu til þess að virkja þessa lagagrein.

En það er reyndar staðreynd að stjórnmálaflokkar á Íslandi standa ekki allir að baki slíkum aðgerðum. Nægir að nefna ræður formanna Sjálfstæðisflokksins til vitnis um andstöðu þess flokks til þessa til slíkra verka.

En þetta á reyndar við um íslensk fyrirtæki líka. Þekkt var fyrir hrun að íslendingar keyptu innlend fyrirtæki með því að skuldsetja fyrirtækin til að geta greitt kaupverðið. Síðan voru þau hreinsuð að innan eins og kallað var.

Þetta leiddi til þess að fyrirtækin skulduðu nú svo mikið, að arðurinn af framleiðslunni fór í greiða vexti af gríðarlegum skuldum og þau sýndu ekki hagnað og greiddu enga skatta.

Alveg nýlega voru sagðar af því fréttir hversu fá fyrirtæki greiddu skatta á Íslandi og hversu mörg fyrirtæki væru látin rúlla og stofnuð ný með nýrri kennitölu.

Allt eru þetta mismunandi tilbrigði við sama leikinn sem er að ná undan eignum og eða tekjum án þess að greiða skatta og gjöld.

Þessi leikur er enn leikinn með öðrum tilbrigðum enn áður og af meiri varfærni. Allt veldur þetta því að launmenn verða að bera hærri skatta til að halda uppi samfélaginu.

  • Enn ein fléttan? Selt til fyrirtækis sem er í eigu fyrirtækis...og svo er seljandinn eilnhvers staðar eigandi fyrirtækis sem á fyrirtæki sem á fyrirtæki...
Á meðan lögum er ekki breytt eða látið reyna á lögmæti hárra lánveitinga erlendra fyrirtækja til dótturfélaga hér á landi, ráða þau því sjálf hvort tekjuskattur sé greiddur hér á landi. Þetta segir Ásmundur G Vilhjálmsson, skattalögfræðingur og kennari við…
RUV.IS
 

mbl.is Nova selt bandarísku fyrirtæki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband