19.10.2016 | 18:25
Stjórnmálaflokkar háðir hagsmunasamtökum eða fyrirtækjum er ekki treystandi
- Fyrir stjórn landsins eða sveitarstjórnum
20 milljóna framlög fyrirtækjanna á síðasta ári til Sjálfstæðisflokksins koma mér ekki á óvart og ekki heldur hitt að fyrirtækin styrkja sinn flokk árlega er því er virðist. M.ö.o. ekki sérstakir kosningastyrkir.
- Heldur fastir styrkir á kostnað launafólks sem starfa í þessum fyrirtækjum. En styrkir flokksmanna og annarra einstaklinga voru 30 milljónir.
Ekki kemur mér heldur á óvart að fyrirtækin hafi borgað flokknum fyrir auglýsingar á síðasta ári 23 milljónir. En það kæmi mér á óvart ef einhverjar auglýsingar hafi birst í samræmi við þessa upphæð.
Þetta er auðvitað eitthvað sem kjósendur þurfa að skoða.
Ef þeir ætla að láta slíkum flokkum eftir atkvæði sitt, eru kjósendur þá að kjósa þessi fyrirtæki til þess að fara með stjórn landsins.
Framsókn þiggur 11 milljónir frá fyrirtækjum og 9 milljónir frá félagsfólki
Samfylkingin 5 milljónir frá fyrirtækjum og 16 milljonir frá félagsmönnum.
3 stjórnmálaflokkar þiggja ekki fé frá fyrirtækjum
Vinstri grænir þiggur 9 milljónir frá félögum en sérstaklega frá kjörnum fulltrúum flokksins.
Félagsgjöld Pírata voru tæpar 2 milljónir og hjá Bjartri framtíð 2 milljónir
Þrír fengu enga styrki frá fyrirtækjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Kjaramál, Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:29 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.