21.10.2016 | 09:16
Það er augljóst að jarðstrengir eru framtíðin
- Stóriðjur heyra fortíðinni til
Það er varla hægt að reysta Landsneti fyrir þessu kostnaðarmati. Fyrir utan það að ýmis umhverfislýti eru ekki tekin til mats.
Það er öruggt að skaðinn af loftlínu vegur algjörlega á móti, að mati margra aðila. Réttur kostnaðarmismunur finnst ekki nema að verkið sé boðið út og því lokið.
Væntanlega reiknar Landsnet með því að gerður sé stokkur þar sem fleiri línur gætu farið um síðar.
Einnig er bara eðlilegt og réttlátt, að ef lína er lögð vegna einhvers stóriðjuvers í eigu erlendra aðila að þeir greiði fyrir slíkan aukakostnað.
Það er bara alls ekki boðlegt lengur að þjóðin skuli alltaf þurfa að þola skaðann af fyrirferð erlendra stórfyrirtækja.
Jarðstrengir tvöfalt dýrari | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Facebook
Athugasemdir
Sæll Kristbjörn - Skýrslan er unnin af Landsneti í samstarfi við verkfræðistofuna Eflu og ráðgjafafyrirtækið Alta. StellaCable og Hagfræðistofnun Háskóla Íslands rýndu skýrsluna og eru niðurstöður rýninnar birtar með henni - tölurnar eru því eins góðar og hægt er að fá þær og full ástæða til að treysta því sem þar kemur fram. Hvet þig til að lesa skýrsluna en hana er að finna wwww.landsnet.is
Með kveðju úr Grafarvoginum
Steinunn Þorsteinsdóttir upplýsingafulltrúi Landsnets
Steinunn Þorsteinsdóttir (IP-tala skráð) 21.10.2016 kl. 12:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.