14.12.2016 | 16:07
Kaupmenn loka greinilega augunum fyrir vanda íslenskra neytenda
- Er búa við óheyrilega og óeðlilega hátt vöruverð og hafa kaupmenn komist upp með það, að velta hverju sem er út í verðlagið.
Sumir myndu segja að það væri vegna samkeppnisleysis raunverulegrar verslunar erlendis frá.
Stjórnvöld hafa lagt niður tolla og vörugjöld af ýmsum vöruflokkum og eðlilega lækkar það í sjálfu sér ekki vöruverð. En eykur álagningu kaupmanna. Verðlag er frjálst og engin er samkeppnin.
Verslun á Íslandi býr við ímyndarvanda sem ætti að vera áhyggjuefni fyrir alla íslenska kaupmenn að sögn Margrétar Kristmannsdóttur, framkvæmdastjóra Pfaff og varaformanns rekstrarfélags Kringlunnar
Einföld skýring sem ekki skýrir vandann, á íslensku þýðir þetta að kaupmenn loka augunum fyrir vanda samfélagsins sem kaupmenn bera mikla ábyrgð á.
Almenningur á Íslandi situr uppi með hand ónýta verslun sem getur velt hverju sem er út í verðlagið.
Verslunin er gríðarlega yfirskuldsett og starfar við gríðarlega stóra og mikla yfirbyggingu. Reksturinn er allt of dýr.
Íslensk verslun býr við ímyndarvanda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Breytt s.d. kl. 16:09 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.