Kaupmenn loka greinilega augunum fyrir vanda íslenskra neytenda

  • Er búa við óheyrilega og óeðlilega hátt vöruverð og hafa kaupmenn komist upp með það, að velta hverju sem er út í verðlagið.

Laugavegur

Sumir myndu segja að það væri vegna samkeppnisleysis raunverulegrar verslunar erlendis frá.

Stjórnvöld hafa lagt niður tolla og vörugjöld af ýmsum vöruflokkum og eðlilega lækkar það í sjálfu sér ekki vöruverð. En eykur álagningu kaupmanna. Verðlag er frjálst og engin er samkeppnin.

„Versl­un á Íslandi býr við ímynd­ar­vanda sem ætti að vera áhyggju­efni fyr­ir alla ís­lenska kaup­menn að sögn Mar­grét­ar Krist­manns­dótt­ur, fram­kvæmda­stjóra Pfaff og vara­for­manns rekstr­ar­fé­lags Kringl­unn­ar“

Einföld skýring sem ekki skýrir vandann, á íslensku þýðir þetta að kaupmenn loka augunum fyrir vanda samfélagsins sem kaupmenn bera mikla ábyrgð á.

Almenningur á Íslandi situr uppi með hand ónýta verslun sem getur velt hverju sem er út í verðlagið.

Verslunin er gríðarlega yfirskuldsett og starfar við gríðarlega stóra og mikla yfirbyggingu. Reksturinn er allt of dýr.


mbl.is Íslensk verslun býr við ímyndarvanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband