Styrkur til iðnfyrirtækja bænda

  • Það er ljóst, að samkvæmt frum­varpi rík­is­stjórn­ar­inn­ar til fjár­auka­laga er meiningin að styrkja kjötvinnslustöðvar á Íslandi sérstaklega
    *
  • Svo þessi geti auglýst sína ríkisstyrktu vöru erlendis.

hrútur

Eða eins og „Markaðsráð kinda­kjöts, sem er sam­starfs­vett­vang­ur bænda og slát­ur­leyf­is­hafa, hef­ur unnið mark­visst að því að finna nýja markaði er­lend­is, en ljóst er að af­setja þarf um 800 til 1.000 tonn til að koma í veg fyr­ir upp­nám og al­menna verðfell­ingu á kjöti á inn­lend­um markaði seinnipart vetr­ar og/​eða næsta haust.

M.ö.o. neytendur eiga samkvæmt þessum hugmyndum greiða aukaskatt til kjöt vinnslunnar til að koma í veg fyrir að neytendur geti notið lækkunar á þessari dýru vöru.

Þetta er auðvitað siðleysi.


mbl.is „Stendur agndofa frammi fyrir þessu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Þetta var kratalegt innlegg frá þér Kristbjörn. Ertu ekki örugglega í röngum flokki?
Styrkurinn er til sauðfjárbænda en ekki til kjötvinnslunnar - heldur til að vega á móti lækkandi afurðaverði til þeirra. 
Svo er nú þetta um "iðnfyrirtæki bænda" nokkið þreytt. Afurðastöðvarnar starfa eins og önnur kapitalísk fyrirtæki með hámarksarð í huga - og þær arðgreislur fara ekki til bænda.

Torfi Kristján Stefánsson, 15.12.2016 kl. 13:14

2 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Það má vel vera að þetta sé kratalegt Torfi minn, en það breytir því ekki að kjötvinnslurnar eru ekki í eigu allra bænda. M.ö.o. þetta er því styrkur til þessara fyrirtækja og eða eigenda þeirra. leiti er ég hjartanlega sammála þér.
En greinin hans Hjörleifs í morgun var flott, ég sá hana á kaffihúsi áðan. Að öðru leiti var þetta sorgardagur hjá Hjörleifi þar bróðir hans Loftur, var jarðsettur í dag.

Kristbjörn Árnason, 15.12.2016 kl. 17:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband