4.1.2017 | 13:36
Spillingunni bjargað?
- Sukk og svínarí
Þetta er íslenska stjórnarfarið eins og það hefur verið tíðkað frá öndverðu af gömlu valdaflokkunum á Íslandi.
Það er Framsókn og Sjálfstæðisflokkur sem eru þeir stjórnmálaflokkar sem hafa leitt allar ríkisstjórnir á Íslandi að undanskildri þeirri sem starfaði í 4 ár og varð að bjarga þjóðinni frá hruni. Vegna spillingar þessara flokka og vanhæfni.
Þessir flokkar hafa alltaf haldið að sér öllum spillingarspilum og gætt þess að þjóðin fengi ekki réttar og eðlilegar upplýsingar í gegnum Alþingi.
Einn stór aðili þessa máls sem er fjármálaráðherra og formaður stærri spillingarflokksins lét sína menn ganga í verkin til eyða sem flestum vegsumerkjum um Panama vansann.
Réttu vinnubrögðin hefðu átt að vera þau að Alþingi hefði átt að láta rannsaka þetta mál en ekki fjármálaráðherra sem sjálfur er innvinklaður í subbuskapnum.
Einhugur um samstarfið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Breytt s.d. kl. 13:37 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.