4.1.2017 | 17:15
Gamla leyndarhyggjan
- Þetta er gamalkunn aðferð Sjálfstæðisflokksins og raunar Framsóknarflokksins einnig
* - Það er t.a.m. alveg 100% öruggt að þessi aðferð hentaði þessum flokkum fyrir kosningar 2007.
Þessir flokkar höfðu þá setið saman í ráðuneytum þjóðarinnar í meira en ártug og vissu um væntanlega holskeflu sem var að hellast yfir þjóðina.
Forystumenn þáverandi ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar vissu um væntanlegt hrun á Íslandi strax 2006. Öllu var haldið leyndu.
Það er næsta öruggt, að þessi skýrsla sem nú er höfð í felum hefði haft áhrif á kosningarnar í október.
Það var einnig fullkomlega óeðlilegt að rannsókn á þessum Panamamálum færu fram í fjármálaráðuneytinu, ráðuneyti Bjarna Benediktssonar sem var bendlaður við þessi mál.
Á það hefur verið bent í fjölmiðlum að Bjarni hefur reynt eins og hann getur að tefja fyrir opinberun þessara mála.
Eðlilegt hefði verið að fela Alþingi að annast þessa rannsókn en ekki hagsmuna aðila eins og ráðherrann er óneitanlega.
- Hvers konar flokkur er ,,Björt framtíð" ef hún ætlar að láta þetta ganga yfir sig?
Funda áfram um stjórnarmyndun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Facebook
Athugasemdir
Blágræni spillingargrauturinn vellur nú sem fyrr undir yfirborðinu
*
Gamli rokkarinn er nú kominn í ábreiðukúnstir með spillingar flokknum sem er nú í tvennu lagi og semur við sjálfan sig og rokkarin horfir á sem saklaust barn.
Kristbjörn Árnason, 4.1.2017 kl. 17:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.