17.3.2017 | 20:56
Sérkennileg umræða-- alltaf sami vællinn
- Nú segir að um fimmtán hundruð afbókanir hafa borist norsku ferðaheildsölufyrirtæki vegna fyrirhugaðra ferða til Íslands í sumar
* - Framkvæmdastjórinn segir afbókanirnar hrúgast inn sem aldrei fyrr, fyrst og síðast vegna styrkingar krónunnar
* - Fullkomlega eðlilegt
Þetta getur ekki komið neinum íslendingi á óvart sem búa hér innanlands við hin íslensku verð á öllum hlutum, að útlendingum bregði við þegar þeir sjá verðin á öllu hér í landi.
Sérstaklega þegar miðað er við gæðin í þessari ferðaþjónustu sem eru iðurlega fyrir neðan allar hellur. Sérstaklega þegar náttúru fyrirbrigði eru skoðuð í landinu.
Undanfarnar vikur og daga hafa verið fluttar af því fréttir að fataverslanir eru komnar í mikinn vanda. Þessar búðir eru hættar að geta selt íslendingum föt, vegna okurs.
Íslendingar kaupa fatnað á útsölum eða bara erlendis þar sem hann kostar ekki nema þriðjung af því verði sem hann kostar á Íslandi. Jafnvel sömu vörurnar.
- Almennt séð ríkir á Íslandi yfirgengileg dýrtíð og fjölmiðlar taka ekkert eftir því. En það er staðan í flestum gerðum verslana hér.
Þrátt fyrir að ríkisvaldið hafi verið að lækka skatta hjá þessum fyrirtækjum er hafa í raun ekki skilað slíkum lækkunum til heimamanna. Jafnvel bensínverð er tvöfalt dýrara á Íslandi enn í mörgum Evrópulöndum.
- Þetta hefur ekkert með styrkingu krónunnar að gera. Heldur er íslensk verslun afburða léleg atvinnugrein, hefur alltaf verið og hefur aldrei þurft að standast alvöru samkeppni. Ferðaþjónustan virðist ekkert betri.
Ferðaþjónustufyrirtækin eru heldur ekkert til að hrópa húrra fyrir. Þar er okrað. Öll gisting á á verði sem fer með himinskautum.
Það er óhjákvæmilegt að fyrirtæki í þessari atvinnugrein verða að lækka verðin verulega eða að hætta starfsemi ella. Mörg eiga þessi fyrirtæki ekki rétt á sér og hafa verið staðin af því að fara illa með starfsfólk. Slík fyrirtæki lifa aldrei lengi.
Þessi fyrirtæki geta heldur ekki haldið áfram að velta ýmiskonar kostnaði og óþægindum yfir á íslenskan almenning.
- En þessi grein hangir daglega í pilsfaldinum á ríkisvaldinu.
Hefur ekki áhyggjur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Breytt s.d. kl. 21:11 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.