Enn skal láta launafólk borga!

  • Ótrúleg samþykkt hjá bæjarstjórn Akranesbæjar. Ákveðið hefur verið að bæjarsjóður leggi í framkvæmdir við höfnina á kostnað launafólks á Akranesi
    *
  • Þeir ætlast einnig til þess að launafólk í öðrum byggðum við flóann sem eiga aðild að ,,Faxaflóahöfnum" geri það einnig.

Menn skyldu átta sig á þeirri staðreynd, að það er eingöngu launafólk sem sem kostar bæjarsjóðinn og greiðir til hans fé með útsvarsgreiðslum sínum.

Þessar greiðslur launafólks standa t.d. undir þeim kostnaði sem byggðarlagið verður fyrir vegna hafnarframkvæmda.

Fasteignagjöld og hafnargjöld eru þjónustugjöld sem eiga að standa undir kostnaði bæjarsjóðs við þjónustu við bæjarbúa og fyrirtæki á Akranesi.

Líklegt má teljast að útgerðarfyrirtæki eins og Grandi fái þegar verulegan afslátt á hafnargjöldum og einnig á fasteignargjöldum.

Því eru allar líkur á að þjónustugjöld þessa fyrirtækis standi alls ekki undir þeim kostnaði sem verður til vegna þeirrar þjónustu sem það fær af hendi bæjarins.

Þá hefur bæjarstjórnin staðið sig afar illa mengunarkröfum sínum gagnvart Granda.

Akranesbær fær enga bitastæða tryggingu fyrir því að Grandi muni vera með stórkostlega starfsemi á Skaganum til framtíðar þótt hossað verði undir fyrirtækinu og allt látið eftir því.

Já, það var mikill missir af því þegar dalamaðurinn lét fyrirtækið sameinast fyrirtækjum hrægammana fyrir sunnan. Þar voru svikin við íbúana framkvæmd. Það sem síðan hefur gerst var bara eitthvað sem reikna mátti með, svona eins og í Sandgerði.

Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi, segir að þrjá þurfi til að geta samið við HB Granda um uppbyggingu á Akranesi; bæjarstjórn Akraness, HB Granda og Faxaflóahafnir.
RUV.IS
 

mbl.is Farið yfir málin á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Þessi orðræða Granda og hótanir eru auðvitað pólitískar. Þeim þarf að svara með pólitískum hætti en ekki með undirlægjuhætti. Það má alveg reikna með því að aðrir útgerðaraðilar komi í kjölfarið.

Einn þingmaður gerði sig að fífli í dag með þessum orðum, væntanlega liðsmaður útgerðarinnar. ,,Það er ekki hægt að horfa fram hjá því að lækkun gjalda á útgerðina er ein þeirra leiða sem menn verða að horfa til ef þeir vilja treysta rekstraröryggi í sjávarútvegi og atvinnuöryggi starfsfólks".

Þetta sagði Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, við upphaf þingfundar í dag.

Kristbjörn Árnason, 28.3.2017 kl. 23:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband