Fráleit fyrirsögn á forsíðufrétt

  • Að stjórnarandstaðan hafi sigrað ríkisstjórnina.

Ákveðnir þingmannahópar á Alþingi sigra ekki aðra þingmannahópa. Annað hvort sigrar réttlætið og sannleikurinn eða tapar.  Öðruvísi gerast hlutirnir ekki.

alþingishúsið

Líklega er núverandi þing með þeim bestu sem við höfum lifað, þar sem þingmenn þurfa sameiginlega úr báðum þingmannahópum að koma sér saman um lausnir í öllum málum. Samt er það svo að það er ríkisstjórnin sem leggur fram nánast öll málin.

Mál sem er verulegur ágreiningur um eða eru illa unnin fara ekki í gegn um þingið. Sjónarmið almennings hafa haft mikil áhrif á afstöðu þingmanna eins og í brennivínsmálinu og er það gott.

En það er ákveðin ómöguleiki á dagskrá þingsins sem er eftirlætis mál forsætisráðherrans  eða stefnuskrá ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum til 5 ára.

Ríkisstjórnin getur ekki ætlast til þess að stjórnarandstöðuflokkarnir kingi þröngri stefnu Sjálfstæðisflokksins í efnahagsmálum sem er í andstöðu þeirra eigin stefnu.

Ef stjórnin nauðgar þessu máli í gegn á einu atkvæði verður það að teljast mikill ósigur fyrir þá hagsmuni og stefnu sem Sjálfstæðisflokkurinn berst fyrir.

Það yrði þá samþykkt sem hefði nákvæmlega enga merkingabæra þýðingu. 

En til þessa hafa flestar ríkisstjórnir myndað sér stefnu með samstarfssamningum.


mbl.is 38 mál á dagskrá Alþingis í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband