Forsetar eiga ekki að hafa alræðisvald.

  • Ég myndi ekki vilja gegna þessu embætti ef ég gæti sett lög sem bönnuðu það sem mér mislíkar
  • *
  • Ég myndi ekki vilja búa í þannig landi. Sagði Guðni forseti á fésbókinni í dag.

forsetafjölskyldan

En síðustu vikur hafa af því borist fréttir að Trump forseti reki menn úr störfum hægri vinstri. Engu er líkara en það sé einræði sem ríki í Bandaríkjunum.

Bandaríkjamenn, einkum ráðamenn þar státa sig sig af því að Bandaríkin séu fyrirmyndar lýðræðisríki af bestu gerð.

Þeir telja sig þess umkomna að skipta sér af öðrum þjóðríkjum ef þeim finnst að stjórnarfar þar fari ekki eftir lýðræðifyrirmynd þeirri sem þeir telja sig vera.  

Það er vissulega algengt að þjóðarleiðtogar og ríkisvöld fara algjörlega á svig við þau lýðræðis sjónarmið sem við norðurlandabúar höfum. 

Þetta á jafnvel um mjög valdamikil og áhrifamikil ríki. En þessi ríki hafa yfirleitt ekkert verið að þykjast vera lýðræðisríki og ekki skipt sér af stjórnarfari annarra ríkja eins og Bandaríkin gera.

Vissulega erum við íslendingar heppnir að vera hluti af fámennu þjóðfélagi sem býr við nokkuð gott lýðræði, þótt mjög margt megi lagfæra og færa til nútímans.


mbl.is Rifjar upp kynni af ananasmanni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband