Ævintýri úr æsku minni í Þingholtunum

  • Ég man vel eftir Elísabetu baráttukonu úr verkalýðshreyfingunni sem bjó í Snælandi

Hafnarfjörður 1950

Það er einnig ljóslifandi fyrir mér minningin um strætisvagna Landleiða sem óku um Kópavog og til Hafnarfjarðar.

Þetta voru á þessum tíma sem Elísabet segir frá rauðmálaðir Skoda strætisvagnar sem brenndu svartolíu sem óku frá Reykjavík til Hafnarfjarðar.

Þessir vagnar voru frambyggðir með sérstöku stýrishúsi fyrir bílstjórann og aðstoðarmann hans.  Síðan var farþegarýmið afþiljað og þar tóku einkennisklæddar bílfreyjur á móti farþegum, tóku á móti fargjaldi og vísuðu til sætis. Einhverjir þessara vagna voru með aftanívagn þar sem var annað farþegarými og önnur bílfreyja.

Kópavogur 1950,1

Ég fór alloft með þessum vögnum í Kópavog, sem stoppuðu á þremur stöðum í Kópavogi, við Nýbýlaveginn, á hálsinum þar sem var biðskýli og við Kron sem var við Hafnarfjarðarveginn á móts við Hlíðarveg.


Ylfingaflokkur í Kópavogi

Ég á mér gamalt ævintýri í þessum vögnum, þegar ég 5 ára tók mér einn far með  einum þessum vagni. Ég gekk fast á eftir fullorðnum manni sem greiddi sitt fargjald og settist í tveggjamanna sæti og ég við hlið honum. Þegar hann fór út, sat ég einn eftir og þá fór freyjan að athuga málið og komst að sannleikanum. Ég man enn hvað áklæðið í sætunum var flott. 

Vagninn stoppaði á endastöð í Hafnarfirði, þar var lögreglu sagt frá því sem gerst hafði. Á leiðinni til baka úr Hafnarfirði fékk ég að sitja framí hjá bílstjóranum.

Lækjagata 1960

Þegar í Lækjargötuna var komið tóku borðalagðir lögregluþjónar á móti mér og komu mér heim. En þá þegar hafði verið hafin leit af mér í Þingholtunum þar sem ég átti heima 1950. 

Þegar Skodavagnarnir voru bannaðir komu nýjir vagnar sem voru málaðir bláir.

Mig minnir að  ég hafi sagt frá þessu í „Minningabók Kópavogsbúa“ sem bókasafnið gaf út fyrir mörgum árum síðan.


mbl.is Frásagnir til framtíðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband