20.6.2017 | 17:10
Ferðaþjónustan er að verðleggja sig út af markaðnum.
- Siðleysi er jafnan fylgifiskur frjálsrar verðlagningar á vörum, við ákveðnar aðstæður
* - Hátt gengi krónunnar veldur ekki okurverði á þjónustu, heldur bara græðgi.
Fyrir tveim árum uppgötvuðu innfæddir Reykvíkingar að þeir gátu ekki lengur gert vel við sig á kaffihúsi og keypt sér ómerkilega tertusneið. Hún kostaði 2000 krónur í miðborginni.
Fyrir nokkrum dögum var ég staddur í Ólafsvík og voru skoðaðar lopapeysur. Þær voru á tvöföldu verði miðað við verðið á Laugaveginum. Það sem meira var, að þær voru ekki þvegnar.
Ég á tvo flugmiða og ætlaði til Húsavíkur og skoðaði í vetur hvað gisting fyrir tvo kostaði á gistiheimili. Nóttin var verðlögð á 32 þúsund m.ö.o. okur.
Rúnstykkjafréttin kórónar auðvitað bara ástandið. Ferðaþjónustuaðilar hamast við að verðleggja sig út af markaðnum. Það er ekki hátt gengi krónunar sem veldur þessu háa verði. Ef það væru rétt gengisáhrif ætti verðið að lækka.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Breytt s.d. kl. 17:14 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.