20.5.2017 | 13:42
Þau takast á, fjármagnsöflin, útgerðin ásamt landbúnaði og ESB hópurinn í flokknum
- Það hefur lengi verið vitað og er ekkert leyndarmál að mikil og sterk þjóðernishyggja hefur ætíð verið ríkjandi í Framsóknarflokknum.
Væntanlega er hún á ýmsu rófi, allt frá fánahyllingarhópnum til nokkuð hófsamari hóps.
Framsóknarflokkurinn er ekkert eini flokkurinn í sögunni sem ber einhvern vott af þessum einkennum.
En þessi spurning er samt einkennileg:
En hver er sú stefna, hverjir eru þeir straumar, af hverju erum við að missa; vilja menn feta sig á slóð forseta Bandaríkjanna eða Le Pen í Frakklandi og fleiri úr þeim ranni? Er einhver í þessum sal sem telur að þar liggi tækifæri Framsóknarflokksins? Er einhver sem telur að með því að víkja frá hefðbundnum gildum flokksins muni fylgið sópast að honum?
Formaðurinn spyr ekki bara um hvort menn vilji feta í fótspor þessara aðila sem hann nefnir. Hann þarf ekki að spyrja því hann veit að þeir eru fjölmargir í þessu liði sem vilja það. Hann beinlínis varpar sérstöku ljósi á þessa aðila.
En Sigurður Ingi spyr hvort flokksmenn telji að þar liggi tækifæri Framsóknarflokksins til þess að auka fylgi og áhrif flokksins.
Hann spyr ekki flokksmenn að því eða víkur orði að því hvernig flokkurinn getur gert þjóðinni mest gagn.
Hvaða hópar takast á?
Er það ESB hópurinn sem hafði öflugan og massívan meirihluta í flokknum fyrir örfáum árum og hefur tæplega skipt um skoðun siss svona?
Eða er það hópurinn sem er undir styrkri stjórn útgerðarinnar og landbúnaðarelítunnar ásmt fjármálaöflunum?
Mun aldrei styðja ríkisstjórnina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.5.2017 | 09:23
Enginn vill þurfa að borga
- Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að flokkurinn sé andvígur innheimtu nýrra gjalda til að fjármagna borgarlínuna. Hins vegar sé rétt að efla almenningssamgöngur.
Auðvitað verður þessi flokkur sem lýsir þessu yfir að svara því fyrst hann er á móti þessari aðferð til að kosta þessa nauðsynlegu framkvæmd, hvernig hann vill fara að. Þessi framkvæmt kostar mikið fé.
Það er ljóst að veruleg hækkun á lóðaverði verður ekki með öllu velt út í verðlagið af íbúðarframleiðendum, vegna þess að álagning og verðlag á íbúðarhúsnæði er þegar í hæstum hæðum og fólk hefur ekki efni á að greiða hærra verð.
Hið eðlilega væri að þessum kostnaði yrði skipt á milli lóðaverðs og fasteignagjalda sem eru svo sannarlega þjónustugjöld vegna fasteigna,lóða, skólabygginga o.s.frv. í borginni og þar með taldar samgöngur.
Fráleitt væri að hækka útsvörin.
Andvígur nýjum innviðagjöldum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.5.2017 | 17:27
Litlir kallar í útúr snúningum
- Beiðnin var sett fram strax eftir að skýrsla var lögð fram um fátækt á Íslandi og það eru nokkrir mánuðir síðan.
Það var löngu búið að biðja um þessa umræðu áður en Gunnar Smári fann upp trixið til bjargar andlitinu.
En núverandi stjórnarflokkum hefur tekist að tefja þessa nauðsynlegu umræðu og á skammast sín fyrir.
Þetta er bara umræða sem þarf að fara fram reglulega í þinginu. Það er vissulega allt of langt síðan þessi vinkill var tekinn á þessu máli.
Slík umræða hefur ekki farið fram síðan að rústabjörgunar ríkisstjórnin starfaði. Á þeim tíma var reynt að huga að stöðu fátæks fóks á Íslandi og eitt og annað gert s.s. að lækka skatta á efnalitlu fólki.
Við íslendingar sem erum komnir á eftirlaun þekkjum mjög vel stjórnarfarið á Íslandi þegar Sjálfstæðisflokkurinn stjórnar í stjórnarráðinu. Fylgifiskur slíkra stjórna hefur alltaf verið landlæg fátækt á Íslandi.
En nú býr þjóðin við alveg sérstakar aðstæður. Fyrrum framkvæmdastjóri heildarsamtaka atvinnurekenda á Íslandi er félagsmálaráðherra. En þessi samtök hafa alla tíð barist fyrir því að halda niðri lægstu launum á Íslandi og einnig öllum öllum launum sem Tryggingastofnun greiðir.
Þótt framtak ASÍ sé gott í húsnæðismálum dugar það engan vegin til að bjarga þeim sem verst standa í lífsbaráttunni.
Það framtak er ekki framtak ríkisstjórnar þótt þeir hafi neyðst til að svara kallinu enda verða það lífeyrissjóðirnir sem koma til með að leggja fram lánsfé.
Fátækt stelur draumum barna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
- Þetta er auðvitað bara áfangasigur íbúa í miðborginni innan tíðar má reikna með því að það verði mun stærra svæði sem rútur geta ekki farið inn á.
* - Gæti verið stórt skref í átt að fjölskyldu-og umhverfisvænni miðborg.
Með þessu hefur lengi mátt búast, því rútufyrirtækin hafa sýnt íbúum fádæma átroðning undanfarin ár. Það er eftirtektarvert að algjör samhljómur var um þessa samþykkt í borgarstjórn.
Nú skapast ný tækifæri, fyrir nýja tegund miðborgarökutækja sem væru rafbílar skráðir fyrir 7 farþega með rúmu farþega rými, hannað fyrir gott aðgengi fyrir fatlaða ásamt góðu rými fyrir mikinn farangur.
Nauðsynlegt er að slíkir bílar aki fyrir lágt fast gjald á miðborgarsvæðinu og væru einnig valkostur fyrir íslendinga. Er gætu keypt sér kort til að ferðast með slíkum bílum. Ökumenn hafi leyfi til að fylla bílanna af farþegum enda séu fargjöld miðuð við hvern farþega.
Best væri að sömu reglur gætu gilt um strætisvagna og stóra flutningabíla, en nýja borgarlínan hefði aðrar reglur
Mismunað með rútubílabanni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.5.2017 | 18:21
Íslenskir ferðaþjónustu aðilar skila nánast engum virðisaukaskatti.
- Það eru orð fjármálaráðherra og kemur fram í svari hans við fyrirspurn Oddnýjar Harðardóttur.
Mikill er munurinn á þeim tölum sem koma frá ferðaþjónustuaðilum um hvað ferðamenn í dag greiða í virðisaukaskatt og þeim tölum sem fjármálaráðherra segir að greinin skili.
Ferðaþjónustumenn telja að greinin skili um 80 til 100 milljörðum króna vegna virðisaukaskatts fyrir árið 2016.
En ráðherranna segir eftirfarandi um vask greiðslur ferðaþjónustunar:
Útskattur hótela og gistiheimila í fyrra nam samtals 7.205 milljónum á síðasta ári og hækkaði úr 5.483 milljónum árið áður. Reiknaður innskattur var hins vegar 6.442 milljónir í fyrra og 5.026 milljónir árið 2015 og var því virðisaukaskattur sem rann til ríkisins 763 milljónir í fyrra og 457 milljónir árið 2015.
- M.ö.o. 763 milljónir, þ.e.a.s. enginn skattur.
Það er á hreinu, að ef erlendir ferðamenn þurfi ekki að greiða sama virðisaukaskatt og íslendingar almennt á allri þjónustu kallar það á hækkun á sköttum á almenning. Það er vegna gríðarlegs kostnaðs sem samfélagið verður fyrir vegna ferðamannastraumsins.
- Slík skattahækkun verður síðan að skoðast sem styrkur almennings til ferðaþjónustufyrirtækja.
Rétt er að minna á það, að það er fyrst og fremst launafólk sem greiðir skatta á Íslandi, fyrirtækin eru ekki að greiða skatta og ekki eigendur þeirra. Það gera íslenskar skattareglur.
Ef erlendar þjóðir vilja vera gjafmildar gagnvart ferðafólki kemur það íslenskum skattgreiðendum ekkert við. Íslenskir skattgreiðendur þurfa ekki að elta aðrar þjóðir í þessum efnum.
Tölurnar koma Benedikt ekki á óvart | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
- Það var ansi ómerkilegt af hálfu Ragnars Þórs að bera það upp á ASÍ, að það hafi ekki viljað að hann héldi ræðu á Ingólfstorgi 1. maí
* - ASÍ kemur ekkert að slíkum ákvörðunum hverjir eru ræðumenn á baráttudegi verkalýðsins hverju sinni.
* - Það er algjört einsdæmi að formaður í verkalýðsfélagi fylgir ekki félagi sínu 1. maí
* - Hann virðist ekki geta verið í forystu fyrir kjarabaráttu VR. Ætli hann hafi gengið í göngunni með sínu fólki?
* - Hann lætur lýðskrumara plata sig til að halda ræðu á einkafundi sínum á Austurvelli og svíkur um leið félaga sína
* - Ragnar Þór er ekki leiðtogi félagsmanna í VR. og mun standa stutt við sem formaður þar á bæ nema að hann snúi við blaðinu.
ASÍ kemur ekki að því að halda baráttufundi 1. maí ár hvert. Það gera verkalýðsfélögin sjálf um land allt.
Þau semja einnig þá ályktun sem birt er á slíkum fundum og lesið er úr þegar gengið er niður Laugaveginn , síðan gerir fundarstjórinn það einnig.
Í Reykjavík er það ,,Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna í Reykjavík" sem er skipað fulltrúum úr öllum verkalýðsfélögum á þessu svæði. Er ber ábyrgð á fundinum og á framkvæmd göngunnar. Þetta er heilmikið mál.
Ráðið skipa öll félög innan ASÍ og einnig öll félög frá opinberum starfsmönnum. Síðan kemur að því að jafnrétti ríki milli karla og kvenna þegar valdir eru ræðumenn. Einn ræðumaður frá félögum innan ASÍ og annar frá opinberum starfsmönnum.
Það er eftirsótt að halda þessa ræður og togstreita er um hver flytur fyrri ræðuna, þannig að það er ekki auðhlaupið að breyta skyndilega um ræðumann er kallar á allskonar sársauka hjá fólki.
Þegar slíkt hefur gerst hefur það getað kostað margra ára ósætti milli aðila í einhver skiptin. Ég man vel eftir slíkri umræðu.
Þetta er allt í mjög föstum skorðum vegna þess hversu mörg verkalýðsfélög eru á félagssvæðum Reykjavíkur félaganna og eru aðilar að ráðinu.
Stjórnin fylgdi ekki formanninum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
1.5.2017 | 23:49
Ragnar Þór er einn helsti forystumaðurinn í ASÍ
- Það var ansi ómerkilegt af hálfu Ragnars Þórs að bera það upp á ASÍ, að það hafi ekki viljað að hann héldi ræðu á Ingólfstorgi 1. maí.
ASÍ kemur ekki að því að halda baráttufundi á 1. maí ár hvert. Það gera verkalýðsfélögin um land allt.
Þau semja einnig þá ályktun sem birt er á slíkum fundum og lesið er úr þegar gengið er niður Laugaveginn , síðan gerir fundarstjórinn það einnig.
Í Reykjavík er það ,,Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna í Reykjavík" sem er skipað fulltrúum úr öllum verkalýðsfélögum á þessu svæði. Er ber ábyrgð á fundinum og á framkvæmd göngunnar. Þetta er heilmikið mál.
Ráðið skipa öll félög innan ASÍ og einnig öll félög frá opinberum starfsmönnum. Síðan kemur að jafnrétti að milli karla og kvenna valdir eru ræðumenn. Einn ræðumaður frá frá ASÍ og annar frá opinberum starfsmönnum.
Það er eftirsótt að halda þessa ræður og togstreita er um hver flytur fyrri ræðuna, þannig að það er ekki auðhlaupið að breyta skyndilega um ræðumann er kallar á allskonar sársauka hjá fólki.
Þegar slíkt hefur gerst hefur það getað kostað margra ára ósætti milli aðila í einhver skiptin. Ég man vel eftir slíkri umræðu.
Þetta er allt í mjög föstum skorðum vegna þess hversu mörg verkalýðsfélög eru á félagssvæðum Reykjavíkurfélaganna eru aðilar að ráðinu.
Íslenskir sjúklingar blóðmjólkaðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
- Frábær mæting á útifund Fulltrúaráðs Verkalýðsfélaganna í Reykjavík á Ingólfstorgi,í dag fyrsta maí
* - Sé miðað við óveðrið sem geysaði, úrhellisrigning allan tímann.
* - Þeir sem ekki voru þess betur búnir urðu fljótt gegndrepa vegna úrhellisins og urðu frá að hverfa.
Fram má koma að ASÍ stendur hvergi ekki að fundarhöldum á baráttudögum verkalýðsins og hefur ekki gert. Það gera verkalýðsfélögin sjálf eftir fyrir fram samþykktum reglum.
Félögin í Reykjavík koma sér saman um ræðumenn og í gangi er langur ferill enda mörg félög í borginni sem hafa árum saman óskað eftir að leggja fram ræðumann.
Einnig er föst regla að annar ræðumaðurinn kemur frá ASÍ félögunum og hinn frá opinberum starfsmönnum. Þannig að það er ekki vikið frá vinnureglunni eftir því hvað hverjum og einum hentar og finnst hverju sinni.
Skemmtilegra væri að RÚV bæri fram réttar fréttir af fundinum í Reykjavík fyrst þeir eru að minnast á hann. Ræðumenn dagsins voru Lilja Sæmundsdóttir, formaður félags hársnyrtisveina og Garðar Hilmarsson, formaður starfsmannafélags Reykjavíkurborgar.
Auðvitað vakti það athygli þeirra sem hafa verið virkir í verkalýðsbaráttunni í gegnum árin, að VR hvatti sína félagsmenn til að taka þátt í kröfugöngu fulltrúaráðsins og að taka þátt í útifundi þess. Enda fór VR hópurinn beint á Ingólfstorg en fylgdi ekki formanninum á Austurvöll. En þangað fóru fáir.
Ef Ragnar Þór vill gagnast félögum sínum í VR og verkalýðshreyfingunni í heild sinni verður hann að starfa þar sem vandamálið er.
En það er innan ASÍ og þar þarf að taka til hendinni og efast fáir um það. Bæði fjölmargir félagar í ASÍ félögunum og áhrifafólk stjórnmálaflokkum landsins er meðvitað um það.
Ragnari Þór, ber sem formaður VR að vera leiðtogi allra félaga sinna. Bera fram sjónarmið félagsins vettvangi verkalýðsbaráttunnar og við aðra formlega aðila. Gaspur í fjölmiðlum og á óformlegum fundum er félögum VR gjörsamlega gagnslaust.
Ef hann vill ekki að VR sé virkt í starfi ASÍ, væri heiðarlegast að kosið yrði um það, að VR segði sig úr ASÍ.
Allt það sem Ragnar er sagður hafa sagt hefur verið margsagt og rætt áður á vettvangi ASÍ. VR hefur verið allar götur frá 1958, einn helsti mótunar aðili um stefnu ASÍ. Núverandi forseti ASÍ er líklega félagi í VR eins og margir á undan honum.
- Ragnar Þór er þegar einn úr forystuliði ASÍ og ber þar fulla ábyrgð. Breytir engu um hvort hann mætir á miðstjórnarfundi eða ekki.
* - Það er vegna þess, að honum hefur þegar verið boðið að starfa með miðstjórninni sem miðstjórnar-maður væri, enda formaður fjölmennasta félagsins innan ASÍ.
* - Með því að hafna því boði, er hann í raun samkvæmt öllum öllum reglum um fundarsamþykktir að samþykkja allt það sem miðstjórn ASÍ ákveður eða gerir. Enda hefur hann fengið tillögur forseta ASÍ sendar fyrir fundi.
* - Til að sýna önnur viðhorf eða andmæla.Verður hann að senda inn í miðstjórn formlegar bókanir í hvert sinn sem lagðar eru fyrir tillögur til miðstjórnar ASÍ og þegar miðstjórn ákveður eitthvað út frá slíkum tillögum,þar sem fram koma formleg andmæli hans eða önnur viðhorf
* - Ragnar Þór segir aðra forystumenn í ASÍ aðra en hann stunda blekkingaleiki. Það má vel vera að hluta rétt
* - En hann gerir það einnig þegar hann þykist ekki vera einn helsti forystumaður ASÍ.
Berjast vopnlausir gegn leigurisum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.4.2017 | 09:56
Eiga skattgreiðendur að halda uppi hótelgeiranum?
- Hótelrekendur tala eins og þeir séu bjargvættar þjóðarinnar
* - Ekki má gleyma því, að hótelin greiða nánast enga skatta til samfélagsins
Kristófer Oliversson, eigandi CenterHotels-keðjunnar í Reykjavík, segir í viðtali við Morgunblaðið í dag, að hótelgeirinn í landinu verða rekinn með tapi ef fyrirhugaðar hækkanir á virðisaukaskatti verða að veruleika.
Þetta eru fyrirtæki sem fá tekjur að mestu í erlendum gjaldeyri og eru með útgjöld bæði í krónum og t.d. í evrum. Fólkið sem starfar við þessa starfsemi er að langmestu leiti láglaunafólk og fráleitt að halda því fram að laun þessa fólks sé að sliga þennan rekstur, sé miðað við nágrannalöndin.
En það er auðvitað skuldabirgðin sem er sliga þessi hótel fyrirtæki sem eru gjarnan byggð á dýrustu lóðum t.d. borgarinnar. Eigið fé fyrirtækjana er nánast ekkert og vaxtakostnaður því gríðarlegur.
Við bætist síðan krafan um mjög mikla framlegð og mikinn arð til þeirra sem sagðir eru eigendur fyrirtækjanna umfram vaxtakostnaðinn. Fyrirtækin eiga m.ö.o. bæði að greiða skuldir sem á þeim hvíla og eigendum arð í ofanílag.
Til þessa hafa þessi fyrirtæki notið opinberra styrkja samfélagsins í formi lækkaðra skatta á þeim sem kaupa þjónustu hótelanna. Er þýðir að skattgreiðendur hafa í raun greitt miklu meira til þessa reksturs en skráðir eigendur.
Ekki má gleyma allri eignarhaldsfélagasúpunni og fjöld fyrirtækjanna sem eiga hina mismunandi hluta rekstrarins. Öllum grautnum fylgja síðan allskonar leigugjöld.
Hótel verða rekin með tapi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.4.2017 | 13:59
Gleðileg málalok
Þótt við Jón Valur séum iðulegast ósammála um fjölmörg mál, að þá held ég að hann gæti sig á því að bera ekki einhvern óþverra á borð við lesendur sína á bloggsíðum sínum a.m.k. Heldur ekki um einhverja einstaklinga.
Hann hefur vissulega róttækar og allt að því fornlegar skoðanir á mörgu sem snýr að trúmálum, að mér finnst. Þá finnst mér hann oft fara út á ystu nöf en ekki lengra. Hann sýnir samt alltaf sanngirni í málflutningi sínum.
En þessi málaferli sýna þótt óþægileg séu og allt að því ósanngjörn, að nauðsynlegt er að gæta sín í málflutningi sínum.
Það yrði nú algjörlega bragðlaus tilvera ef allir væru alltaf sammála um alla mögulega og ómögulega hluti.
Jón Valur sýknaður af hatursorðræðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)