Ragnar Þór er einn helsti forystumaðurinn í ASÍ

  • Það var ansi ómerkilegt af hálfu Ragnars Þórs að bera það upp á ASÍ, að það hafi ekki viljað að hann héldi ræðu á Ingólfstorgi 1. maí.

Ragnar Þór

ASÍ kemur ekki að því að halda baráttufundi á 1. maí ár hvert. Það gera verkalýðsfélögin um land allt.

Þau semja einnig þá ályktun sem birt er á slíkum fundum og lesið er úr þegar gengið er niður Laugaveginn , síðan gerir fundarstjórinn það einnig.

Í Reykjavík er það ,,Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna í Reykjavík" sem er skipað fulltrúum úr öllum verkalýðsfélögum á þessu svæði. Er ber ábyrgð á fundinum og á framkvæmd göngunnar. Þetta er heilmikið mál.

Ráðið skipa öll félög innan ASÍ og einnig öll félög frá opinberum starfsmönnum. Síðan kemur að jafnrétti að milli karla og kvenna valdir eru ræðumenn. Einn ræðumaður frá frá ASÍ og annar frá opinberum starfsmönnum.

Það er eftirsótt að halda þessa ræður og togstreita er um hver flytur fyrri ræðuna, þannig að það er ekki auðhlaupið að breyta skyndilega um ræðumann er kallar á allskonar sársauka hjá fólki.

Þegar slíkt hefur gerst hefur það getað kostað margra ára ósætti milli aðila í einhver skiptin. Ég man vel eftir slíkri umræðu.

Þetta er allt í mjög föstum skorðum vegna þess hversu mörg verkalýðsfélög eru á félagssvæðum Reykjavíkurfélaganna eru aðilar að ráðinu.

Mynd frá Kristbjörn Árnason.

mbl.is Íslenskir sjúklingar „blóðmjólkaðir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband